Innlent

Fjarðabyggð: Hreinskrifa málefnasamninginn á eftir

Oddvitarnir hittast eftir hádegi til að hreinskrifa málefnasamning sem lagður verður fyrir fundi fulltrúaráða flokkanna í kvöld.
Oddvitarnir hittast eftir hádegi til að hreinskrifa málefnasamning sem lagður verður fyrir fundi fulltrúaráða flokkanna í kvöld.

Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í Fjarðabyggð sömdu í gærkvöldi í öllum megindráttum um nýjan meirihluta. Þetta þýðir að Sjálfstæðisflokkur kemst í fyrsta sinn til valda í þessu stærsta sveitarfélagi Austurlands og Fjarðalistinn, sem frá upphafi hefur leitt stjórn sveitarfélagsins, fer nú í minnihluta.

Oddvitar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hittast eftir hádegi til að hreinskrifa málefnasamning. Hann verður lagður fyrir fund fulltrúaráðs sjálfstæðismanna í kvöld, að sögn Jens Garðars Helgasonar, oddvita Sjálfstæðisflokks.

Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð, segir að framsóknarmenn muni fara yfir drög að málefnasamningi í sínum hópi í kvöld en síðan sé stefnt að því að kynna málefnasamninginn á félagsfundi annaðkvöld.

Flokkarnir sömdu um að auglýst verði eftir nýjum bæjarstjóra í stað Helgu Jónsdóttur, sem lætur nú af störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×