Innlent

Margmenni á fjölskyldudegi

Unga fólkið skemmti sér konunglega yfir skemmtiatriðunum.
Unga fólkið skemmti sér konunglega yfir skemmtiatriðunum.
Vildaráskrifendur Stöðvar 2 og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á laugardaginn. Áætlað er að um tuttugu þúsund manns hafi verið í garðinum þegar mest var, í blíðskaparveðri.

Boðið var upp á dagskrá fyrir börn á öllum aldri. Íþróttaálfurinn og Solla stirða mættu úr Latabæ og léku listir sínar, Sveppi og Villi stigu á stokk, Ingó og Veðurguðirnir léku fyrir dansi og Skoppa og Skrítla kættu yngstu gestina. Ókeypis var í öll tæki og boðið var upp á pylsur og drykki með. - sh



Fleiri fréttir

Sjá meira


×