Innlent

Rjúpnaskytta fótbrotnaði síðdegis

Rjúpnaskytta. Mynd úr safni.
Rjúpnaskytta. Mynd úr safni.

Færa þurfti rjúpnaskyttu á sjúkrahús eftir að skyttan fótbrotnaði við Hungurfit á Rangárvallaafrétti síðdegis í dag.

Samkvæmt lögreglunni voru fleiri skyttur á veiðum með manninum þegar hann féll niður fjallshlíð. Manninum var komið til byggða og þaðan fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×