Innlent

Kvörtunum vegna lögreglu- og fangelsismála fjölgar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Róbert Spanó er settur Umboðsmaður Alþingis. Mynd/ GVA.
Róbert Spanó er settur Umboðsmaður Alþingis. Mynd/ GVA.
Nýjum málum sem Umboðsmaður Alþingis tekur til skoðunar fjölgaði um 11% á árinu 2008, samkvæmt nýútkominni skýrslu embættisins fyrir árið 2008. Í fyrra voru skráð 346 ný mál hjá ebættinu en árið 2007 voru þau 308. Einkum er það mál sem falla undir flokkana fangelsismál og lögreglumál sem fjölgar, en kvörtunum vegna fangelsismála fjölgaði úr 2 í níu og lögreglumálum fjölgaði úr 1 í 7.

Þá fjölgaði málum vegna aðgangs að gögnum og upplýsingum úr 8 í 14, málum vegna barna fjölgaði úr 5 í 9 og málum vegna málsmeðferða ákæruvalds fjölgaði úr 5 í 9. Þá fjölgaði málum vegna námslána og námsstyrkja úr 2 í 6 og málum vegna atvinnuréttinda fjölgaði úr 3 í 6.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×