Innlent

Erill í Reykjavík og eldur í Reykjanesbæ

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en um 100 mál voru tilkynnt sem verður að teljast nokkuð mikið. Talsvert var af fólki í miðbæ Reykjavíkur og var eitthvað um stympingar og hávaðaútköll. Tíu manns gistu fangageymslur og fimm voru teknir grunaðir um ölvun við akstur.

Þá var kveikt í ruslagámi við bensínstöð í Reykjanesbæ í nótt. Lögregla var kölluð á vettvang en þegar hún kom var innihald gámsins brunnið til kaldra kola. Lögreglan stöðvaði einnig ökumann í Reykjanesbæ grunaðan um fíkniefnaakstur. Sá var færður á lögreglustöð þar sem þvagsýni og að lokum blóðsýni var tekið úr honun. Manninum var sleppt í kjölfarið. Annars var rólegt um að vera á Suðurnesjum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×