Innlent

Fjárlaganefnd ræðir útgjöld ríkisins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Valur Gíslason segir að ráðgert sé að klára Icesave út úr fjárlaganefnd í kvöld. Mynd/ Pjetur.
Björn Valur Gíslason segir að ráðgert sé að klára Icesave út úr fjárlaganefnd í kvöld. Mynd/ Pjetur.
Fjárlaganefnd Alþingis kom saman um klukkan hálftíu í dag til þess að fara yfir útgjaldahlið fjárlagafrumvarpsins og hittir forsvarsmenn ýmsa ríkisstofnana vegna þess.

Nefndin mun svo hitta fulltrúa úr efnahags- og skattanefnd klukkan ellefu til að ræða Icesave frumvarpið. Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir að fjárlaganefnd geri ráð fyrir að klára umfjöllun sína um Icesave frumvarpið í kvöld og því ætti að fara að styttast í að málið komi til annarar umræðu á Alþingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×