Innlent

ASÍ mótmælir hugmyndum um frekari skerðingu fæðingarorlofs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Arnbjörnsson er formaður ASÍ. Mynd/ Pjetur.
Gylfi Arnbjörnsson er formaður ASÍ. Mynd/ Pjetur.
Alþýðusamband Íslands leggur til að ákvörðun um frekari skerðingu fæðingarorlofsgreiðslna verði endurskoðuð. Gert er ráð fyrir að greiðslur í fæðingarorlofssjóð dragist saman um 1,2 milljarða króna á næsta ári.

Miðstjórn ASÍ telur að með þessari sparnaðarkröfu sem komi til viðbótar því sem áður hafi verið ákveðið sé með alvarlegum hætti vegið að því fæðingarorlofskerfi sem byggt hafi verið upp hér á landi frá árinu 2000.

Miðstjórn ASÍ segir að ákveði stjórnvöld engu að síður að grípa til skerðinga geri Alþýðusambandið kröfu til þess að farin verði sú leið sem hafi mildustu áhrif gagnvart almennu launafólki. Slík aðgerð verði auk þess að vera tímabundin og henni komið á með bráðabirgðaákvæði við núgildandi lög með takmörkuðum gildistíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×