Milta sögukennara rofnaði í fjársöfnun 16. nóvember 2009 05:00 Hér sjást Lárus Jón og Kristín Sveinsdóttir afhenda starfsmönnum BUGL ávísun upp á 350 þúsund krónur. Síðan hafa tugir þúsunda bæst við. Nemendum við Menntaskólann í Hamrahlíð var brugðið á fimmtudag þegar uppátæki þeirra til fjársöfnunar fyrir Barna- og unglingageðdeild Landspítalans leiddi til þess að ungur sagnfræðikennari, Karl Jóhann Garðarsson, þurfti að leggjast inn á gjörgæsludeild með rofið milta. Nemendafélag skólans stóð fyrir söfnuninni í síðustu viku og var fé heitið á ýmis uppátæki, til dæmis reiptog við rektor. „Og þeir voru þrír sem höfðu mig,“ segir Lárus H. Bjarnason rektor. Þá ákvað Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson, að aflita á sér hárið ef 25 þúsund krónur myndu safnast fyrir því, og Gettu betur-kempan Ingi Þór Óskarsson hét því að bjóða spyrlinum Evu Maríu Jónsdóttur á stefnumót ef 12 þúsund krónur myndu safnast. Síðast uppátækjanna var að Karl Jóhann, sem er þrautþjálfaður í bardagalistinni taekwondo, klæddi sig í þartilgerða brynju með aflskynjurum og bauð nemendum síðan að sparka í sig sem mest þeir máttu gegn 500 króna greiðslu. Þeir sem spörkuðu fastast hlytu sigur og ynnu til verðlauna. Í fyrstu benti allt til þess að viðburðurinn hefði heppnast mjög vel. Þegar líða tók á daginn fór Karl hins vegar að kenna sér meins í síðunni og var í kjölfarið fluttur á spítala með innvortis blæðingar úr milta. Fréttablaðið náði tali af Karli á spítalanum í gær. Hann sagði að sér liði ágætlega og væri að braggast en baðst að öðru leyti undan viðtali. „Þetta kom öllum á óvart og okkur þótti þetta mjög leiðinlegt í nemendastjórninni að þessi annars vel heppnaða vika myndi enda svona leiðinlega,“ segir Lárus Jón Björnsson, formaður nemendafélagsins. Stjórnin heimsótti Karl á laugardag og segir Lárus að meiðsl hans séu töluvert minni en óttast var í fyrstu. Alls safnaðist tæplega hálf milljón króna fyrir BUGL á þessum fjórum dögum. - sh Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Nemendum við Menntaskólann í Hamrahlíð var brugðið á fimmtudag þegar uppátæki þeirra til fjársöfnunar fyrir Barna- og unglingageðdeild Landspítalans leiddi til þess að ungur sagnfræðikennari, Karl Jóhann Garðarsson, þurfti að leggjast inn á gjörgæsludeild með rofið milta. Nemendafélag skólans stóð fyrir söfnuninni í síðustu viku og var fé heitið á ýmis uppátæki, til dæmis reiptog við rektor. „Og þeir voru þrír sem höfðu mig,“ segir Lárus H. Bjarnason rektor. Þá ákvað Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson, að aflita á sér hárið ef 25 þúsund krónur myndu safnast fyrir því, og Gettu betur-kempan Ingi Þór Óskarsson hét því að bjóða spyrlinum Evu Maríu Jónsdóttur á stefnumót ef 12 þúsund krónur myndu safnast. Síðast uppátækjanna var að Karl Jóhann, sem er þrautþjálfaður í bardagalistinni taekwondo, klæddi sig í þartilgerða brynju með aflskynjurum og bauð nemendum síðan að sparka í sig sem mest þeir máttu gegn 500 króna greiðslu. Þeir sem spörkuðu fastast hlytu sigur og ynnu til verðlauna. Í fyrstu benti allt til þess að viðburðurinn hefði heppnast mjög vel. Þegar líða tók á daginn fór Karl hins vegar að kenna sér meins í síðunni og var í kjölfarið fluttur á spítala með innvortis blæðingar úr milta. Fréttablaðið náði tali af Karli á spítalanum í gær. Hann sagði að sér liði ágætlega og væri að braggast en baðst að öðru leyti undan viðtali. „Þetta kom öllum á óvart og okkur þótti þetta mjög leiðinlegt í nemendastjórninni að þessi annars vel heppnaða vika myndi enda svona leiðinlega,“ segir Lárus Jón Björnsson, formaður nemendafélagsins. Stjórnin heimsótti Karl á laugardag og segir Lárus að meiðsl hans séu töluvert minni en óttast var í fyrstu. Alls safnaðist tæplega hálf milljón króna fyrir BUGL á þessum fjórum dögum. - sh
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira