Innlent

Skotið á mann í Seljahverfi - handtökur framkvæmdar

Maður hóf skothríð í Seljahverfi í Breiðholti aðfararnótt sunnudags. Lögregla hefur leitað skotmannsins frá því árásin átti sér stað og herma heimildir fréttastofu að einhverjar handtökur hafi verið framkvæmdar en óljóst er hvort sá er skaut úr byssunni sé kominn á bak við lás og slá.

Málavextir eru þeir að bankað var uppá hjá manni sem býr í hverfinu. Þegar hann kom til dyra var hann barinn með byssuskefti í höfuðið. Hann nær þá að loka dyrunum en þá skýtur árásarmaðurinn nokkrum skotum í hurðina og í glugga við hlið hennar. Maðurinn sem fyrir árásinni varð slasaðist ekki mikið við höggið og höglin úr byssunni hæfðu hann ekki.

Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð á vettvang en árásarmaðurinn var á bak og burt. Síðan þetta gerðist hefur málið verið í rannsókn og er rannsóknin komin langt á leið að sögn lögreglu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×