Innlent

300 greiðslukort innkölluð vegna misnotkunar

Kortafyrirtækið Borgun innkallaði um 300 greiðslukort í dag vegna gruns um að kortin hafi verið afrituð.

Búið var að misnota um 30 kort þegar málið komst upp samkvæmt upplýsingum frá Borgun.

Það voru nokkrir korthafar sem gerðu fyrirtækinu viðvart eftir að bera fór á grunsamlegu úttektum erlendis. Í sumum tilvikum voru kortin notuð til að kaupa vörur fyrir mörg hundruð þúsund krónur. Rétt er að taka fram að korthafar bera ekki ábyrgð ef greiðslukort eru misnotuð með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×