Innlent

Bílstuldur: Skildi hann eftir í gangi

Bifreið var stolið við bensínstöð á Ártúnshöfða í nótt. Eigandinn hafði skilið bílinn eftir í gangi á meðan hann fór inn á bensínstöðina og skipti engum togum að einhver óprúttinn vegfarandi ákvað að ræna bílnum.

Bílsins er nú leitað en lögregla brýnir fyrir ökumönnum að skilja bíla sína alls ekki eftir í gangi, sama um hve stuttan tíma ræðir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×