Stuðningur í boði fyrir umsóknarlönd 16. nóvember 2009 05:30 Árlegur fundur norrænna vinnumálaráðherra var haldinn í Reykjavík í gær. Fréttablaðið/GVA Ríkjum sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu (ESB) kann að standa til boða fjárhagsstuðningur til að fást við vaxandi atvinnuleysi. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir að Vladimír Spidla, framkvæmdastjóri atvinnu- og félagsmála ESB, hafi boðið fram aðstoð sambandsins á fundi sínum með norrænum vinnumálaráðherrum og fulltrúum þeirra fyrir helgi. „Hann bauð bæði ráðgjöf til okkar og aðstoð við samhæfingu aðgerða, því við erum náttúrulega að fást við að atvinnuleysi fari hér úr tæpum tveimur prósentum langleiðina í tíu prósent á einu ári,“ segir Árni Páll. „Eins bauð hann fram aðstoð við uppbyggingu á aðferðafræðinni við að taka á vandanum og mögulega væri líka í boði fjárhagsstuðningur við slíka uppbyggingu fyrir umsóknarlönd. Við munum auðvitað kanna það.“ Árni Páll segir að á fundi ráðherranna í gær hafi verið farið yfir helstu mál. „Fyrirferðarmest var staðan í atvinnuleysi ungs fólks,“ segir hann, en bregðast verði við vaxandi tilhneigingu til þess að ungt fólk verði utanveltu og finni sig hvorki á atvinnumarkaði né í skólakerfinu. Hann segir að fljótlega verði kynnt frekari úrræði í þessum efnum, en þegar hafi verið tekið upp náið samráð milli ráðuneytis hans og menntamálaráðuneytisins. Margt bendi hins vegar til að skólakerfið og vinnumarkaður vinni hér ekki nógu vel saman og bendir hann á að hér á landi séu nú þegar um 3.000 ungmenni í þeirri stöðu að hafa verið án vinnu í lengri tíma. Árni Páll boðaði til fundarins, en hann gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni um atvinnumál. Auk Árna Páls sátu fundinn ráðherrarnir Anni Sinnemäki frá Finnlandi, Sven Otto Littorin frá Svíþjóð, Johan Dahl frá Færeyjum og Jan-Erik Mattsson frá Álandseyjum. Fulltrúi Danmerkur var Bo Smith, ráðuneytisstjóri, fulltrúi Noregs var Jan-Erik Støstad, ráðuneytisstjóri og fulltrúi Grænlands var Avva Mathiesen. olikr@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ríkjum sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu (ESB) kann að standa til boða fjárhagsstuðningur til að fást við vaxandi atvinnuleysi. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir að Vladimír Spidla, framkvæmdastjóri atvinnu- og félagsmála ESB, hafi boðið fram aðstoð sambandsins á fundi sínum með norrænum vinnumálaráðherrum og fulltrúum þeirra fyrir helgi. „Hann bauð bæði ráðgjöf til okkar og aðstoð við samhæfingu aðgerða, því við erum náttúrulega að fást við að atvinnuleysi fari hér úr tæpum tveimur prósentum langleiðina í tíu prósent á einu ári,“ segir Árni Páll. „Eins bauð hann fram aðstoð við uppbyggingu á aðferðafræðinni við að taka á vandanum og mögulega væri líka í boði fjárhagsstuðningur við slíka uppbyggingu fyrir umsóknarlönd. Við munum auðvitað kanna það.“ Árni Páll segir að á fundi ráðherranna í gær hafi verið farið yfir helstu mál. „Fyrirferðarmest var staðan í atvinnuleysi ungs fólks,“ segir hann, en bregðast verði við vaxandi tilhneigingu til þess að ungt fólk verði utanveltu og finni sig hvorki á atvinnumarkaði né í skólakerfinu. Hann segir að fljótlega verði kynnt frekari úrræði í þessum efnum, en þegar hafi verið tekið upp náið samráð milli ráðuneytis hans og menntamálaráðuneytisins. Margt bendi hins vegar til að skólakerfið og vinnumarkaður vinni hér ekki nógu vel saman og bendir hann á að hér á landi séu nú þegar um 3.000 ungmenni í þeirri stöðu að hafa verið án vinnu í lengri tíma. Árni Páll boðaði til fundarins, en hann gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni um atvinnumál. Auk Árna Páls sátu fundinn ráðherrarnir Anni Sinnemäki frá Finnlandi, Sven Otto Littorin frá Svíþjóð, Johan Dahl frá Færeyjum og Jan-Erik Mattsson frá Álandseyjum. Fulltrúi Danmerkur var Bo Smith, ráðuneytisstjóri, fulltrúi Noregs var Jan-Erik Støstad, ráðuneytisstjóri og fulltrúi Grænlands var Avva Mathiesen. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira