Íbúar prjóna kærleikstrefil 16. nóvember 2009 04:00 Björk Pálsdóttir „Okkur fannst það sniðug hugmynd að vera með fasta viðburði hér í miðrými Nýheima þar sem íbúar geta verið með athafnasemi,“ segir Björk Pálsdóttir, verkefnisstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Höfn í Hornafirði. Nýheimar er fræðslu- og þekkingarsetur á Höfn og verður það miðpunkturinn þar á Athafnavikunni sem hefst við hátíðlega athöfn í rúmlega hundrað löndum í dag. Fjölmargt verður gert í vikunni á Höfn. Þar á meðal geta bæjarbúar komið með eigið afgangsgarn og prjónað saman kærleikstrefil, sem hengdur verður upp í bókasafninu á Höfn. Hugmyndin er að sem flestir geti tekið þátt í prjónaskapnum óháð getu og kunnáttu þátttakenda en Guðný Svavarsdóttir bókasafnsvörður mun verða fólki innanhandar við prjónaskapinn. „Þar fáum við tækifæri til að vinna að sameiginlegu verkefni sem minnir okkur á samstöðu og kærleik,“ segir Björk. Auk kærleiksríks prjónaskapar geta bæjarbúar málað saman málverk í Nýheimum undir handleiðslu Guðrúnar Ingólfsdóttur listakonu, stigið upp á ræðukassa og tjáð sig með frjálsu sniði. Björk segir þátttöku í Athafnavikunni á Höfn afar góða miðað við að undirbúningur hennar hafi byrjað af krafti fyrir hálfum mánuði. Björk segir hafa tekist að hvetja fólk til athafna og það hafi tekist vel enda Hornfirðingar mjög athafnasamir. Nú eru skráðir 33 viðburðir á Höfn. Skráning viðburða á Athafnavikuna stóð nær sleitulaust yfir alla síðustu viku. Þegar skráningu lauk á föstudag voru viðburðir víða um land komnir yfir hundraðið. Þeir eru af öllum stærðum og gerðum. Alþjóðlegu athafnavikunni verður formlega ýtt úr vör í Norræna húsinu í Reykjavík klukkan 17 í dag. jonab@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Okkur fannst það sniðug hugmynd að vera með fasta viðburði hér í miðrými Nýheima þar sem íbúar geta verið með athafnasemi,“ segir Björk Pálsdóttir, verkefnisstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Höfn í Hornafirði. Nýheimar er fræðslu- og þekkingarsetur á Höfn og verður það miðpunkturinn þar á Athafnavikunni sem hefst við hátíðlega athöfn í rúmlega hundrað löndum í dag. Fjölmargt verður gert í vikunni á Höfn. Þar á meðal geta bæjarbúar komið með eigið afgangsgarn og prjónað saman kærleikstrefil, sem hengdur verður upp í bókasafninu á Höfn. Hugmyndin er að sem flestir geti tekið þátt í prjónaskapnum óháð getu og kunnáttu þátttakenda en Guðný Svavarsdóttir bókasafnsvörður mun verða fólki innanhandar við prjónaskapinn. „Þar fáum við tækifæri til að vinna að sameiginlegu verkefni sem minnir okkur á samstöðu og kærleik,“ segir Björk. Auk kærleiksríks prjónaskapar geta bæjarbúar málað saman málverk í Nýheimum undir handleiðslu Guðrúnar Ingólfsdóttur listakonu, stigið upp á ræðukassa og tjáð sig með frjálsu sniði. Björk segir þátttöku í Athafnavikunni á Höfn afar góða miðað við að undirbúningur hennar hafi byrjað af krafti fyrir hálfum mánuði. Björk segir hafa tekist að hvetja fólk til athafna og það hafi tekist vel enda Hornfirðingar mjög athafnasamir. Nú eru skráðir 33 viðburðir á Höfn. Skráning viðburða á Athafnavikuna stóð nær sleitulaust yfir alla síðustu viku. Þegar skráningu lauk á föstudag voru viðburðir víða um land komnir yfir hundraðið. Þeir eru af öllum stærðum og gerðum. Alþjóðlegu athafnavikunni verður formlega ýtt úr vör í Norræna húsinu í Reykjavík klukkan 17 í dag. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira