Innlent

Handtekinn við grunsamlega iðju í nótt

MYND/Páll
Þá handtók lögreglan mann í miðbæ Reykjavíkur í nótt en til hans sást þar sem hann var að ganga á milli bíla og skima inn um rúður þeirra. Þegar lögregla hafði afskipti af manninum kom í ljós að hann var með tæki og tól til innbrota á sér auk þess sem hann mun vera þekktur fyrir þesskonar iðju. Hann var einnig undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og fékk hann að gista fangageymslur í nótt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×