Innlent

Par til yfirheyrslu vegna skotárásar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rannsóknarlögreglumenn eru með ungt par til yfirheyrslu vegna skotárásarinnar í Þverárseli aðfararnótt sunnudagsins. Að sögn Friðriks Smára er parið íslenskt og er karlmaðurinn á þrítugsaldri.

Bankað var upp á hjá húsráðanda í götunni. Þegar hann kom til dyra var hann barinn með byssuskefti í höfuðið. Hann lokaði dyrunum en þá skaut árásarmaðurinn nokkrum skotum í hurðina og í glugga við hlið hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu slasaðist maðurinn sem fyrir árásinni varð ekki mikið við höggið og höglin úr byssunni hæfðu hann ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×