Innlent

Benedikt Davíðsson er látinn

Benedikt Davíðsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, er látinn áttatíu og tveggja ára að aldri.

Benedikt fæddist á Patreksfirði árið 1927. Hann starfaði við sjómennsku á unga aldri en lauk námi í húsasmíði frá Iðnskólanum árið 1949. Benedikt tók snemma þátt í verkalýðsbaráttunni og gegndi meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Trésmiðafélag Reykjavíkur í áratugi og var formaður félagsins um þriggja ára skeið.

Benedikt var formaður Sambands byggingamanna frá 1966 til 1990 og tók virkan þátt í uppbyggingu lífeyrissjóðanna og sat í framkvæmdastjórn almennra lífeyrissjóða í tólf ár. Hann var forseti Alþýðusambands Íslands frá árinu 1992 til 1996.

Benedikt var tvíkvæntur og eignaðist sex börn og einn stjúpson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×