Fleiri fréttir

Óvissa um aðkomu kröfuhafa

„Það er búið að fastsetja valkostina og óvissunni er eytt með þessu samkomulagi,“ segir Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis.

Ríflega þrjú þúsund skátar efna til þings

Rúmlega 3.100 skátar frá 44 löndum eru nú samankomnir á Íslandi til þess að taka þátt í Roverway-skátamótinu. Skátarnir eru á aldrinum 16 til 22 ára, en auk þeirra er mikill fjöldi starfsmanna og sveitaforingja. Stærstu hóparnir koma frá Spáni, Portúgal, Ítalíu og Frakklandi, og litlir skátahópar komu til dæmis frá Hong Kong, Mexíkó og Ástralíu.

Kostnaður ríkisins 271 milljarður króna

Framlag íslenska ríkisins til endur­fjármögnunar bankanna þriggja nemur 271 milljarði króna. Fjármagnið verður lagt til bankanna þann 14. ágúst næstkomandi.

Gott að fá kröfuhafana að

„Við höfum talað fyrir því að það væri æskilegt að hleypa erlendum kröfuhöfum að eignarhaldi í bönkunum og það er vonandi loksins að gerast núna,“ segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknar­flokksins.

„Með ólíkindum hvernig heilt bankakerfi varð ræningjavætt“

„Það hefði ekki verið hægt að ná þessum samningum strax í haust þar sem menn vissu ekki hvað þeir höfðu í höndunum. Nú er ákveðinni óvissu eytt í bankakerfinu og tími til að gera hlutina á faglegum forsendum. Það er með ólíkindum hvernig heilt bankakerfi varð ræningjavætt,“ segir Vilhjálmur Bjarnason,

Fólk í árabát í sjálfheldu við Apavatn

Lögreglan á Selfossi, björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni og hjálparsveitn Tintron, voru kölluð að Apavatni nú um sjö leytið til að aðstoða fólk um borð í árabát, eftir að bátinn rak frá landi.

Bílaræningi á langan brotaferil að baki

Maðurinn sem velti stolinni Toyota Yaris bifreið í Hvalfirðinum í gærkvöld, eftir mikla eftirför, hlaut nýverið fangelsisdóm fyrir nokkur refsilagabrot. Þar með talið árás á lögreglumann. Hann olli mikilli hættu með ökulagi sínu í gær.

Elsti lundi í Evrópu fannst í Vestmannaeyjum

Nýjustu tíðindi herma að elsti lundinn sem fundist hefur í Vestmannaeyjum sé í það minnsta 38 ára gamall. Þetta segja þau Hálfdán Helgason og Elínborg Sædís Pálsdóttir, líffræðingar hjá Náttúrustofu Suðurlands. Það var Óskar J. Sigurðsson, vitavörður í Stórhöfða sem merkti lundann. Þetta kemur fram í eyjafréttum.

Réttað yfir meintum höfuðpaur í Papeyjarsmygli utan Íslands?

Hollendingurinn sem talinn er höfuðpaurinn í Papeyjarmálinu svokallaða gæti sloppið við réttarhald hér á landi verði frávísunarkrafa í máli hans samþykkt í Hæstarétti. Sleppi hann við réttarhald verður að öllum líkindum réttað yfir honum í Hollandi eða Belgíu.

Fjölmiðlar um allan heim fjalla um endurfjármögnun bankanna

„Íslensku bankarnir eru að rísa eins og Fönix úr öskunni,“ sagði viðskiptasjónvarpsstöðin CNBC, í inngangi að viðtali við Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, um endurfjármögnun íslensku bankanna. Fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um málið.

Samtök atvinnulífsins sátt við erlent eignarhald bankanna

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að með aðkomu erlendra aðila að íslensku bönkunum sé fyrsta skrefið tekið í þá átt að tryggja traust á efnahagslífinu á nýan leik. Samkomulagið hafi í för með sér að erlendir kröfuhafar gangi í lið með Íslandi.

Mikið um hraðakstur um helgina

Nokkuð bar á hraðakstri á höfuðborgarsvæðinu um helgina en lögreglan stöðvaði för allmargra ökumanna fyrir þær sakir. Ökufantarnir voru teknir víðsvegar í umdæminu en grófasta brotið var framið á Hringbraut í Reykjavík en þar ók hálfþrítugur karl bifhjóli á 130 km hraða.

Allt tiltækt slökkvilið kallað að Aðalstræti

Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Aðalstræti 13 á Akureyri þegar eldur braust þar út á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var um töluvert mikill eld að ræða og lagði gríðarlegan reyk frá honum. Fjórar íbúðir eru í húsinu en ekki er vitað til þess að neinn hafi verið í hættu vegna eldsins.

Þota nauðlenti í Keflavík vegna reyks í flugstjórnarklefa

Boeing-767 nauðlenti á Keflavíkurflugvelli laust fyrir klukkan þrjú vegna reyks í stjórnklefanum. Slökkvilið Keflavíkurflugvallar auk slökkviliðsins á Suðurnesjum voru í viðbragðsstöðu. Viðbúnaðarstigið er kallað - hættustig stórt, en varðstjóri sagði að um hefðibundnar ráðstafanir væri að ræða. Um 200 manns voru um borð í flugvélinni sem er á vegum United Airlines.

Segir skilanefndarfólk verða voldugustu menn landsins

„Þetta verða voldugustu menn Íslands," segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar, um nefndarmenn skilanefnda gömlu bankanna. Hún gagnrýnir ýmislegt við samkomulag stjórnvalda við skilanefndir bankanna sem kynnt var á blaðamannafundi í morgun, en Eygló var viðstödd fundinn og bar upp spurningar ásamt fjölmiðlum.

Bjarni fagnar samningum um bankana

„Það sem við höfum lagt áherslu á varðandi endurreisn bankanna er að lágmarka áhættu ríkisins," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um samninga sem ríkið og skilanefndir bankanna hafa kynnt vegna endurreisnar bankakerfisins.

Bílþjófur í skýrslutöku

Maðurinn, sem lögregla stöðvaði í gær eftir að hafa ekið óðsmannsakstri um Hvalfjörðinn á stolnum bíl, er nú í skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Vann forritunarkeppni og fékk vinnu

Metfjöldi tók þátt í forritunarkeppni TM Software en fyrstu verðlaunin eru sumarstarf hjá fyrirtækinu. Alls tóku 63 keppendur þátt að þessu sinni.

Boðið upp á þyrluferðir til Vestmannaeyja

Norðurflug býður upp á þyrluflug frá Bakka til Vestmannaeyja yfir Þjóðhátíð í eyjum um verslunarmannahelgina. Þetta kemur fram á vefsíðu eyjamanna, eyjar.net.

Leita að lágvöxnum bílaþjófi

Aðfaranótt sunnudags var bifreiðinni ZN 581, hvít Renault Express árgerð 1993, stolið frá Reykjabraut 7 í Þorlákshöfn.

Vargar við Apavatn

Skemmdarverk voru unnin á fimm bifreiðum á tjaldsvæði Rafiðnaðarsambands Íslands við Apavatn aðfaranótt sunnudagsins.

Kannabisræktun í bílskúr stöðvuð

Að kvöldi miðvikudags komst upp um kannabisræktun í bílskúr á Selfossi. Tveir menn voru handteknir af lögreglunni og færðir til yfirheyrslu.

Hættir við drekarannsóknir

Orkustofnun barst í dag bréf frá Aker Exploration AS samkvæmt tilkynningu. Í bréfinu segir að vegna breyttrar stefnumörkunar hjá fyrirtækinu hafi Aker Exploration AS ákveðið að draga til baka umsókn sína um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetna samkvæmt fyrsta útboði á Drekasvæðinu.

Skref stígið frammá við í bankamálum

„Mér finnst þetta mjög jákvætt og þess vegna í samræmi við þá nálgun sem ég hef talað fyrir allt frá því í nóvember. Þetta er að mínu mati skref frammá við og gefur mikla möguleika til þess að vinna vel úr stöðunni," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um samning ríkisins við skilanefndir bankanna.

Eru innistæður tryggðar að fullu?

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, tekur ekki af allan vafa um að innistæður viðskiptabankanna sem hafa staðfestu á Íslandi verði tryggðar að fullu þótt bankarnir fari úr eigu ríkisins eða í eigu erlendra aðila.

Icelandair ætlar að fljúga til Brussel

Icelandair mun hefja beint áætlunarflug til Brussel í júníbyrjun 2010. Gert er ráð fyrir tveimur flugum á viku, á mánudögum og föstudögum. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir í tilkynningu sem send var fjölmiðlum að flugið til Brussel hafi verið í undirbúningu um nokkurt skeið.

Leynd yfir eignarhaldi bankanna

Fulltrúar skilanefnda íslensku bankanna vildu ekki taka af öll tvímæli um hverjir erlendir kröfuhafar bankanna eru á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu nú fyrir stundu.

Ellefu með svínaflensu

Alls hafa ellefu einstaklingar greinst með Svínaflensuna hér á landi samkvæmt vef Landlæknis.

Féll tvo metra í Varmárdal

Óskað var eftir aðstoð sjúkraflutningamanna þegar kona féll um tvo metra í Varmárdal, fyrir ofan Reyki, um tíuleytið í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamönnum er hugsanlegt að konan hafi fengið einhverja áverka á hálsi eða baki.

Amfetamínframleiðendur fyrir rétt á morgun

Hinir meintu amfetamínframleiðendur, Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónsson, verða leiddir fyrir dómara í fyrramálið vegna ákæru um stórfellda fíkniefnaframleiðslu.

Aðalsakborningur krefst frávísunar í Papeyjarmáli

Aðalmeðferð í máli gegn sexmenningunum í svokölluðu Papeyjarmáli, sem fram átti að fara í dag, var frestað. Lögmaður Peters Rabe, meints höfuðpaurs í málinu, lagði fram frávísunarkröfu vegna málsmeðferðar um klukkutíma áður en aðalmeðferðin átti að hefjast í morgun. Gert er ráð fyrir að frávísunarkrafan verði tekin fyrir á morgun.

Hestar sluppu með skrekkinn

Hestarnir þrír, sem voru í kerru, sem valt í Hveradalabrekkunum á Suðurlandsvegi undir kvöld í gær, munu allir hafa sloppið lítið meiddir.

Á sjúkrahúsi eftir ofsaaksturinn í gær

Karlmaður á þrítugsaldri, sem reyndi í gær að komast undan lögreglunni með ofsaakstri á stolnum bíl og endaði úti í skurði við norðanverðan Hvalfjörð, er enn á sjúkrahúsi vegna meiðsla sem hann hlaut í byltunni. Hann er þó ekki alvarlega meiddur og verður útskrifaður í dag.

Innbrot í Skipholti

Brotist var inn í fyrirtæki við Skipholt í Reykjavík laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Vitni sáu til tveggja manna og hljóp lögregla þá uppi.

Icesave rætt í fyrsta lagi á fimmtudag

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir að nefndin sé að vinna eins fljótt og hægt er að því að klára vinnu við nefndarálit um Icesave-samninginn. Álitið verður tilbúið í fyrsta lagi á miðvikudaginn, að sögn Guðbjarts.

Sjá næstu 50 fréttir