Innlent

Bílaræningi á langan brotaferil að baki

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Maðurinn er nú í afplánun á Litla Hrauni.
Maðurinn er nú í afplánun á Litla Hrauni.
Maðurinn sem velti stolinni Toyota Yaris bifreið í Hvalfirðinum í gærkvöld, eftir mikla eftirför, hlaut nýverið fangelsisdóm fyrir nokkur refsilagabrot. Þar með talið árás á lögreglumann. Hann olli mikilli hættu með ökulagi sínu í gær.

Það var um klukkan þrjú í gær sem bílnum var rænt á bensínstöð í Árbæ. Eigandinn var nýbúinn að fylla bílinn af bensíni og brá sér inn til að borga. Á meðan stökk þjófurinn inn í bílinn og ók á brott. Þá hófst mikill eltingaleikur sem lauk í Hvalfirði.

Maðurinn á langan brotaferil að baki en hann er fæddur árið 1982. Hann var eftirlýstur af fangelsistofnun fyrir fyrri dóma, svo sem hraðakstur, eignaspjöll og fíkniefnamisferli.

Ekki er vitað hvað pilti gekk til með athæfi sínu en hann var hvorki undir áhrifum áfengis né fíkniefna þegar hann stal bílnum.

Sex lögreglubílar og eitt mótorhjól tóku þátt í eftirförinni, engann sakaði við aðgerðirnar. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús í gær en útskrifaðist í morgun og var hann færður í fangelsið að Litla Hrauni.






Tengdar fréttir

Bílþjófur í skýrslutöku

Maðurinn, sem lögregla stöðvaði í gær eftir að hafa ekið óðsmannsakstri um Hvalfjörðinn á stolnum bíl, er nú í skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×