Innlent

Fíkniefnaakstur færist í vöxt á Akureyri

Lögreglan á Akureyri tók ökumann úr umferð í gærkvöldi þegar hann var uppvís að því að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Rétt áður hafði lögreglan stöðvað mann á bifhjóli, sem nýverið missti ökuréttindi fyrir sömu sakir. Akstur undir áhrifum vímuefna hefur færst verulega í vöxt á Akureyri síðustu misserin, líkt og víða annars staðar á landinu og eru slík tilvik sumstaðar orðin algengari en ölvunarakstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×