Innlent

Bílþjófur í skýrslutöku

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Mynd/Stefán
Maðurinn, sem lögregla stöðvaði í gær eftir að hafa ekið óðsmannsakstri um Hvalfjörðinn á stolnum bíl, er nú í skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Hann eyddi nóttinni á sjúkrahúsi, en hefur nú verið útskrifaður. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, er í haldi lögreglu, en hann mun hafa komið talsvert við sögu hennar áður.

Að sögn aðalvarðstjóra var maðurinn rólegur við komuna á lögreglustöðina.








Tengdar fréttir

Á sjúkrahúsi eftir ofsaaksturinn í gær

Karlmaður á þrítugsaldri, sem reyndi í gær að komast undan lögreglunni með ofsaakstri á stolnum bíl og endaði úti í skurði við norðanverðan Hvalfjörð, er enn á sjúkrahúsi vegna meiðsla sem hann hlaut í byltunni. Hann er þó ekki alvarlega meiddur og verður útskrifaður í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×