Innlent

Á gjörgæsludeild eftir að hafa klemmst milli bíls og kerru

Líðan ökumanns, sem klemmdist í gær á milli hópferðabíls og kerru á Gæsavatnaleið norðan Vatnajökuls, er eftir atvikum, en hann er enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Hann er þó ekki í öndunarvél.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hann á slysstað og flutti á sjúkrahús. Á meðan var óskað eftir aðstoð þyrlu við að sækja veikan mann út í eyjuna Knarrarnes í Faxaflóa. Gæslan hafði ekki aðra flugáhöfn tiltæka, en þess í stað fór þyrla frá danska varðskipinu Hvítabirninum eftir sjúklingnum, en svo vel vildi til að Hvítabjörninn var í Reykjavíkurhöfn.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×