Innlent

Innistæður tryggðar þrátt fyrir erlent eignarhald

Allar innistæður viðskiptabankanna, sem hafa staðfestu á Íslandi, eru tryggðar samkvæmt lögum um Tryggingasjóð innistæðueigenda. Ekkert breytist hvað það varðar, hvorki þótt bankar fari úr eigu ríkisins, né heldur þó þeir verði að hluta til í eigu erlendra fyrirtækja eða einstaklinga.

Þetta segir í tilkynningu sem Fjármálaráðuneytið sendi frá sér í morgun um samkomulag stjórnvalda við skilanefndir bankanna þriggja. Þar segir enn fremur að endurfjármögnun bankanna eigi að vera lokið fyfir 14. ágúst og að kostnaður ríkissjóðs vegna hennar verði talsvert minni en upphaflega var áætlað. Samkomulagið verður kynnt nánar á blaðamannafundi klukkan hálf ellefu fyrir hádegi.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×