Innlent

Hestar sluppu með skrekkinn

Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki.

Hestarnir þrír, sem voru í kerru, sem valt í Hveradalabrekkunum á Suðurlandsvegi undir kvöld í gær, munu allir hafa sloppið lítið meiddir. Ekki er enn ljóst hvers vegna kerran valt, en hún var dregin af jeppa. Hún valt sem betur fer út af veginum en ekki inn á hann, þar sem mikil umferð var.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×