Innlent

Elsti lundi í Evrópu fannst í Vestmannaeyjum

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Mynd/Óskar P. Friðriksson
Nýjustu tíðindi herma að elsti lundinn sem fundist hefur í Vestmannaeyjum sé í það minnsta 38 ára gamall. Þetta segja þau Hálfdán Helgason og Elínborg Sædís Pálsdóttir, líffræðingar hjá Náttúrustofu Suðurlands. Það var Óskar J. Sigurðsson, vitavörður í Stórhöfða sem merkti lundann. Þetta kemur fram í eyjafréttum.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC, greindi frá því í dag að elsti lundi í Evrópu væri 34 ára gamall. Áhugahópur um fugla- og fuglamerkingar fann lundann nýlega við Shiant eyju við vesturhluta Skotlands, þegar hópurinn var þar í fuglaskoðunarferð.

Nú staðfesta hins vegar líffræðingar hjá Náttúrustofu Suðurlands að elsti lundinn sé í það minnsta 38 ára gamall og hugsanlega eldri. Að sjálfsögðu hafi hann fundist í Vestmannaeyjum.

Auk þess er sagt frá 35 ára gömlum lunda á Safnavef Vestmannaeyjabæjar. Því þykir ljóst að í eyjum hafa elstu lundar Evrópu notið lífsins.




Tengdar fréttir

Elsti lundi í Evrópu er 34 ára gamall

Elsti lundi í Evrópu er 34 ára gamall. Það var áhugahópur um fugla- og fuglamerkingar sem fann lundann við Shiant eyju við vesturhluta Skotlands þegar hópurinn var í fuglaskoðunarferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×