Innlent

Leynd yfir eignarhaldi bankanna

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Höfuðstöðvar stóru íslensku bankanna þriggja.
Höfuðstöðvar stóru íslensku bankanna þriggja.

Fulltrúar skilanefnda íslensku bankanna vildu ekki taka af öll tvímæli um hverjir erlendir kröfuhafar bankanna eru á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu nú fyrir stundu.

Í máli þeirra kom fram að stærstu kröfuhafar Landsbankans væru, líkt og alþjóð veit, breska og hollenska ríkið og sveitarfélög.

Kröfuhafar Glitnis og Kaupþings væru hins vegar að stærstum hluta til skuldabréfaeigendur, þar á meðal margir af stærstu bönkum og fjármálafyrirtækjum Bandaríkjanna og Evrópu.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði þessa skuldabréfaeigendur ekki vera vogunarsjóði líkt og óttast var.

Þegar gengið var á eftir því hvaða fjármálastofnanir þetta væru vildu fulltrúar skilanefnda bankanna ekki segja orð um það. Þeir báru fyrir sig að kröfulýsingarfrestur í þrotabú gömlu bankanna er ekki runninn út.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×