Innlent

Hestakerra með þremur hestum valt á hliðina

Hestakerra. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Hestakerra. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Hestakerra sem var í eftirdragi pallbifreiðar valt á hliðina í Hveradalabrekku á sunnudadgskvöldinu en í kerrunni voru þrír hestar.

Samkvæmt lögreglunni á Selfossi sluppu hestarnir ómeiddir. Vitni sagði að kerran hefði farið að rása að aftan í dráttarbifreiðinni og það varð til þess að hún valt.

Kerran vó 2500 kíló en bifreiðinni var ekki heimilt að draga kerru þyngri en 1600 kíló.

Í vikunni var alls tilkynnt um 15 slys og umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Enginn slasaðist alvarlega í þessum óhöppum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×