Innlent

Þota nauðlenti í Keflavík vegna reyks í flugstjórnarklefa

Þotan lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan þrjú. MYnd/ Keflavíkurflugvöllur.
Þotan lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan þrjú. MYnd/ Keflavíkurflugvöllur.

Boeing-767 þota nauðlenti á Keflavíkurflugvelli laust fyrir klukkan þrjú vegna reyks í stjórnklefanum. Slökkvilið Keflavíkurflugvallar og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu voru í viðbragðsstöðu. Viðbúnaðarstigið af því tagi sem haft var er kallað - hættustig stórt, en varðstjóri sagði að um hefðbundnar ráðstafanir væri að ræða.

Um 200 manns voru um borð í flugvélinni sem er á vegum United Airlines. Farþegar voru svo aðstoðaðir við að koma sér frá borði en ekki er vitað til þess að neinn hafi meiðst vegna þessa.


























Fleiri fréttir

Sjá meira


×