Innlent

Aðalsakborningur krefst frávísunar í Papeyjarmáli

Lögmaður Peters Rabe krefst frávísunar. Mynd/ Einar.
Lögmaður Peters Rabe krefst frávísunar. Mynd/ Einar.

Aðalmeðferð í máli gegn sexmenningunum í svokölluðu Papeyjarmáli, sem fram átti að fara í dag, var frestað. Lögmaður Peters Rabe, meints höfuðpaurs í málinu, lagði fram frávísunarkröfu vegna málsmeðferðar um klukkutíma áður en aðalmeðferðin átti að hefjast í morgun. Gert er ráð fyrir að frávísunarkrafan verði tekin fyrir á morgun.



Sexmenningarnar eru ákærðir fyrir smygl á um 109 kílóum af kannabisefnum, amfetamíni og alsælutöflum sem flutt voru til landsins með skútunni Sirtaki í aprílmánuði. Götuvirði efnanna, sem voru flutt inn, er um hálfur milljarður króna hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×