Innlent

Ellefu með svínaflensu

Haraldur Briem sóttvarnalæknir.
Haraldur Briem sóttvarnalæknir.

Alls hafa ellefu einstaklingar greinst með svínaflensuna hér á landi samkvæmt vef Landlæknis.

Frá því á föstudaginn síðasta hafa bæst við tvö tilfelli af nýju inflúensunni.

Um er að ræða 19 ára konu annars vegar sem kom frá Mexíkó og veiktist eftir heimkomu og 35 ára konu sem kom frá Ástralíu sem einnig veiktist eftir heimkomu.

Þær voru ekki með alvarleg einkenni og eru á batavegi.

Búast má við því að fleiri Íslendingar smitist af svínaflensunni eftir því sem líður á sumar og haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×