Innlent

Bílþjófur beint úr skýrslutöku í afplánun

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Maðurinn sem lögregla þvingaði út af veg eftir óðsmannsakstur á stolnum bíl í Hvalfirðinum í gær fer beint úr skýrslutöku í afplánun.

Að sögn lögreglu var hann með dóm á bakinu og var eftirlýstur, þar eð hann hafði ekki skilað sér í afplánun á tilsettum tíma.

Skýrslutökurnar tóku skamman tíma og meðgekk maðurinn flest það sem á hann var borið varðandi atburði gærkvöldsins.

Hann er nú á lögreglustöðinni við Hverfisgötu en verður fluttur á Litla Hraun innan skamms.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×