Fleiri fréttir Lögregla veitir Yaris eftirför Allavega sex lögreglubílar og að minnsta kosti eitt mótorhjól veita nú grárri Yaris bifreið eftirför á Vesturlandsvegi að sögn tveggja vegfarenda sem höfðu samband við fréttastofu. Ekki er vitað hvort um er að ræða Yaris bifreið sem stolið var í dag á Shell bensínstöð í Árbæ. 19.7.2009 19:28 Vonast til að smíði nýrrar Þjórsárbrúar hefjist í haust Ný stórbrú yfir Þjórsá við Árnes mun ásamt Hvítárbrú, Landeyjahöfn og Lyngdalsheiðarvegi skapar nýtt samgöngumynstur um mestu landbúnaðarhéruð Íslands og styrkja þau verulega, að mati ráðamanna á svæðinu. Þeir vonast til að smíði nýju Þjórsárbrúarinnar hefjist í haust. 19.7.2009 19:20 Ekki í lífshættu eftir slys á Gæsavatnaleið Íslenskur karlmaður sem varð milli tveggja bíla á Gæsavatnaleið, skammt vestan við Kistufell sem liggur við rætur Vatnajökuls, er ekki í lífshættu að sögn vaktahafandi læknis á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 19.7.2009 19:05 Kvika við Upptyppinga virðist færast nær yfirborði Jarðskjálftavirkni norðan við Upptyppinga síðustu daga bendir til að kvika færist þar nær yfirborði en áður. Fjórar virkustu eldstöðvar Íslands virðast allar vera að undirbúa gos. 19.7.2009 19:00 Sigöldufoss sést á ný á fullu afli Sigöldufoss, sem hvarf að mestu þegar Tungnaá var stífluð við Sigöldu fyrir aldarþriðjungi, er nú sýnilegur á ný í öllu sínu veldi. Áratugir gætu liðið áður en næsta tækifæri býðst til að sjá fossinn eins mikilúðlegan og hann verður næstu þrjár vikur. 19.7.2009 18:52 Evrópusinnar munu styðja Þorgerði Evrópusinnar innan Sjálfstæðisflokks munu þjappa sér að baki varaformanns flokksins eftir að hann sat hjá í atkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild. Þetta er mat aðjúnkts í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Enn er óljóst hvaða afleiðingar málið kann að hafa fyrir einstaka flokka og þingmenn. 19.7.2009 18:27 Eigandi Yaris bifreiðar: „Þekki þjófinn hvar sem er“ Eigandi Toyota Yaris bifreiðar sem stolið var meðan hann borgaði fyrir bensín á Shell bensínstöðinni í Árbæ fyrr í dag, segist sjaldan hafa orðið jafn hissa á ævi sinni og þegar hann sá bíl sinn reykspóla í burtu. Hann segist mundu þekkja þjófinn hvar sem er. 19.7.2009 17:14 Í tveimur útköllum samtímis Um svipað leyti og Landhelgisgæslan fór af stað til að sækja illa slasaðan ferðamann á Gæsavatnaleið barst henni beiðni utan af landi að sækja mjög veika konu sem þurfti að komast undir læknishendur. Landhelgisgæslan hefur þó einungis yfir einni þyrlu að ráða og þurfti því aðstoð frá dönsku varðskipi. Fór svo að dönsk þyrla sótti veiku konuna. 19.7.2009 16:20 Varð milli tveggja bíla á Gæsavatnaleið Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna umferðaslyss á Gæsavatnaleið, skammt vestan við Kistufell sem liggur við rætur Vatnajökuls. Að sögn lögreglu virðist sem manneskja hafi orðið milli tveggja bifreiða en önnur bifreiðanna mun hafa verið vörubifreið með tengivagn. Ekki liggur fyrir hvort um karl eða konu var að ræða en aðilinn er franskur ferðamaður. Hann er mikið slasaður. 19.7.2009 15:07 Bíl stolið meðan eigandinn borgaði fyrir bensín Fólksbíl var stolið við bensínstöð Shell við Hraunbæ um tvöleytið. Á meðan að eigandi bílsins var inni að greiða fyrir bensín fór maður inn í bílinn og ók honum á brott. 19.7.2009 14:41 Clinton komin til Mumbai Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Mumbai á Indlandi í morgun. Hún ætlar að ræða við Singh forsætisráðherra og Krishna utanríksráðherra um öryggis og varnarmál á svæðinu, baráttuna gegn hryðjuverkum og loftslagsmál. 19.7.2009 13:14 Erfitt að innheimta arð eigenda Sjóvár Fjármálaráðherra telur að það verði tæknilega erfitt að innheimta til baka þann arð sem eigendur Sjóvár greiddu sjálfum sér á undanförnum árum. Ríkið lagði í byrjun mánaðarins 16 milljarða króna í félagið til að bjarga því frá þroti. 19.7.2009 13:05 Kvikan suðvestur af Þórsmörk Jarðskjálftavirknin í Eyjafjallajökli, sem rakin er til glóandi kviku í iðrum jarðar, er aðeins um fimm kílómetra suðvestur af Básum, einu helsta gistisvæði ferðamanna í Þórsmörk. Þar varð í fyrrakvöld skjálfti sem mældist tæp þrjú stig. 19.7.2009 12:05 Plastbátur strandaði í Arnarfirði Lítill plastbátur var með þrjá Þjóðverja um borð strandaði í innanverðum Arnarfirði síðdegis í gær. Björgunarsveitir frá Bíldudal og Tálknafirði voru kallaðar út en báturinn hafði strandað á Langanesi. Þjóðverjarnir höfðu verið á sjóstangveiðum og amaði ekkert að þeim. Skipverjunum var bjargað um borð í annan bát og þeirra bátur tekinn í tog. 19.7.2009 10:54 Fjórir stútar í Borgarnesi Fjórir voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í nótt. Að öðru leyti var nóttin nokkuð róleg í umdæminu. 19.7.2009 10:10 Ekið á stúlku í Herjólfsdal Ekið var á stúlku í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum seint í gærkvöld með þeim afleiðingum að hún handleggsbrotnaði. 19.7.2009 09:58 Varð undir lyftara í höfninni í Vestmannaeyjum Lyftari valt í höfninni í Vestmannaeyjum með þeim afleiðingum að rist ökumannsins varð undir lyftarahúsinu á níunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum þar sem hann gekkst undir aðgerð. 19.7.2009 09:49 Sjö gistu fangageymslur í Reykjavík Sjö gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Nokkuð margir lögðu leið sína í miðbæinn að sögn lögreglu og var nokkuð um ölvun. Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur í nótt. Þeir sem gista fangageymslur eru þar ýmist vegna ölvunar eða slagsmála en nokkuð var um smá pústra í miðbænum í nótt. 19.7.2009 09:26 Katla gæti vaknað Kvikuhreyfingar sem hafnar eru undir Eyjafjallajökli gætu endað með eldgosi í fjallinu og vakið Kötlu. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og bendir á að talið sé að lítið eldgos hafi orðið í Kötlu fyrir tíu árum í framhaldi af kvikuinnskoti í Eyjafjallajökli. 18.7.2009 18:44 Áfall fyrir áform stjórnvalda um endurreisn Synjun Evrópska fjárfestingarbankans á láni til virkjanaframkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur er áfall fyrir áform stjórnvalda um endurreisn efnahagslífsins, að mati stjórnarformanns Orkuveitunnar. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hins vegar að Orkuveitan megi ekki láta máta sig; - hún verði að leita lána annarsstaðar. 18.7.2009 19:31 Skildu árabát eftir við Örfirisey Mannlaus árabátur sást á reki við Örfirisey í dag og var Landhelgisgæsla beðin um að svipast um eftir skipreka mönnum úr lofti. Lögregla fékk svo símtal um fimmleytið frá manni sem sá til tveggja manna koma að landi við olíutankana á Örfirisey og skilja bátinn eftir. 18.7.2009 17:36 Himnar loga og hús nötra á Þingvöllum Arndísi Guðnadóttur og fjölskyldu brá heldur betur í brún þegar sumarbústaður sem þau dvelja í fór að nötra eftir að þrumur og eldingar skullu á. Arndís hélt fyrst að eldingu hefði lostið niður í bústaðinn en svo var ekki. Himnarnir loga hreinlega á Þingvöllum að sögn Arndísar og gengur á með miklum skúrum. 18.7.2009 16:04 Lúxushótel á hálendinu gengur framar vonum Rekstur eina lúxushótelsins á hálendi Íslands hefur gengið framar vonum. Hótelhaldarinn, Friðrik Pálsson, segir gríðarleg tækifæri í ferðaþjónustu á hálendinu. 18.7.2009 19:14 Svelgur í Sigöldu og öfugur foss Risastór svelgur og öfugur foss sjást nú við Sigöldu en þar stendur yfir fyrsta meiriháttar viðhald á virkjuninni frá því hún var gangsett fyrir þrjátíu og tveimur árum. Sigölduvirkjun hefur reynst hin mesta gullnáma á starfstíma sínum, hún útrýmdi olíukyndingunni á sínum tíma og hefur síðan skilað um áttatíu milljörðum króna í tekjur fyrir þjóðarbúið. 18.7.2009 19:02 Segja umræðu um Vaðlaheiðargöng ómálefnalega Stjórn Eyþings segir að umræða um Vaðlaheiðargöng hafi verið ómálaefnaleg og hvetur samgönguráðherra til að standa við þau áform að ráðast í gerð ganga á þessum stað. Þetta kemur fram í samþykkt stjórnarinnar. 18.7.2009 14:33 Kvikustreymi í Eyjafjallajökli gæti endað með eldgosi Kvikustreymi sem hafið er undir Eyjafjallajökli gæti endað með eldgosi, að mati Páls Einarssonar, prófessors við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, en telur þó líklegast að eldvirknin endi sem kvikuinnskot undir yfirborði eldstöðvarinnar. 18.7.2009 11:56 Níunda svínaflensutilfellið staðfest á Íslandi Níunda tilfellið af svínainflúensu hefur verið staðfest hér á landi en um er að ræða karlmann á þrítugsaldri. Maðurinn tengist ekki þeim einstaklingum sem greinst hafa með svínainflúensu hér á landi og þá segir ennfremur á heimasíðu Landlæknis að maðurinn hafi ekki ferðast erlendis nýverið. Maðurinn er á batavegi. 18.7.2009 09:57 Stálu tómum bjórkútum Brotist var inn í félagsheimili Karlakórs Akureyrar um klukkan þrjú í nótt og höfðu innbrotsþjófarnir á brott með sér áfengi og nokkra tóma bjórkúta sem þeir væntanlega hafa talið að væru fullir. Lögreglan handtók mennina skömmu síðar en um var að ræða tvo tvítuga karlmenn. Töluverð ölvun var í miðbæ Akureyrar í nótt og mikið um pústra en alls fengu fimm að gista fangageymslur að sögn lögreglu. 18.7.2009 09:54 Tveir stútar og einn fíkniefnaakstur á Selfossi undir morgun Tveir voru teknir fyrir ölvun við akstur á Selfossi nú rétt undir morgun. Þá var einn tekinn fyrir fíkiefnaakstur. 18.7.2009 09:27 Margir í miðbænum í nótt Margir lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í nótt en þrátt fyrir það gekk nóttin stóráfallalaust fyrir sig. Nokkuð var um ölvun og eru maður og kona í haldi lögreglu vegna þess en þeim verður sleppt þegar þau hafa sofið úr sér. 18.7.2009 09:16 Grillað í öllum görðum í kvöld Stokkseyringar halda bryggjuhátíð í sjötta sinn nú um helgina. Undirtitill hátíðarinnar hefur alltaf verið „brú til brottfluttra“ og hafa brottfluttir alltaf sótt hátíðina vel. 18.7.2009 06:00 Þjóðstjórn rétta leiðin úr kreppu Það er ekki á færi núverandi ríkisstjórnar að byggja upp íslenskt samfélag eftir fjármálahrunið, segir Jón Ólafsson athafnamaður. 18.7.2009 06:00 Telja fórnarlambið aldrei munu ná sér Ungur maður, Jón Kristinn Ásgeirsson, hefur verið ákærður fyrir að valda öðrum manni ævarandi örkumlum með því að aka á hann á Hummer-bifreið í janúar. Jón Kristinn er jafnframt ákærður, ásamt öðrum, fyrir að kveikja í húsi við Kleppsveg í byrjun júní og koma manni sem þar var innandyra í bráða lífshættu. 18.7.2009 06:00 Greina áhrif aðildar Samtök Iðnaðarins hafa hafið ítarlega greiningu á áhrifum aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í fréttabréfi samtaka Iðnaðarins, Íslenskur iðnaður. 18.7.2009 06:00 Rödd skynseminnar sigraði Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, segir rödd skynseminnar hafa sigrað á Alþingi í fyrradag. 18.7.2009 05:30 Ekki stemning fyrir skynsemi „Það er lítil stemning fyrir skynseminni í íslensku samfélagi um þessar mundir,“ segir Borgar Þór Einarsson, ritstjóri Lögmannablaðsins í ritstjóragrein nýjasta heftisins. Greinin ber heitið „Engin stemning fyrir skynseminni“. 18.7.2009 05:00 Eru góðkunnar lögreglunni Tvær íslenskar stúlkur, 18 og 19 ára gamlar, voru handteknar í Northampton í Englandi á fimmtudag eftir fjögurra daga alþjóðaleit. Faðir annarrar þeirra hafði hringt í lögregluna á Englandi og sagt að þær væru líklega á þessu svæði. 18.7.2009 05:00 Réðust á öryggisvörð Tveir ungir menn réðust á öryggisvörð í verslun 10-11 í Engihjalla í fyrrinótt. Hann hafði staðið piltana að þjófnaði í búðinni og ætlaði að hindra för þeirra. Þeir brugðust við með því að slá hann í jörðina og sparka í höfuð hans. 18.7.2009 04:30 Ná til kosninga 2006 og 2007 Birta á fjárframlög til stjórnmálaflokka lengra aftur í tímann en lög gera ráð fyrir í dag. Þetta var samþykkt af öllum formönnum stjórnmálaflokkanna. 18.7.2009 03:30 Efnahagsbrotadeild verði færð frá RLS Skynsamlegt er að sameina Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og embætti fjögurra sérstakra saksóknara, að mati Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. „Efnahagsbrotadeildin yrði við það færð frá ríkislögreglustjóra þar sem embætti sérstaks saksóknara er sjálfstætt og ekki hægt að hafa það undir ríkislögreglustjóra." Gert er ráð fyrir því í lögum að ráðherra geti lagt til að sérstakur saksóknari verði sameinaður öðrum lögregluembættum. 18.7.2009 03:00 Hundur getur lesið af blaði Dýraþjálfarinn Lyssa Rosenberg hefur kennt terríer-hundinum sínum Willow að hlýða skriflegum tilskipunum. Til dæmis teygir Willow loppu í loftið þegar hún sér orðið „veifaðu“. Einnig stendur hún upp þegar hún sér það skrifað. 18.7.2009 02:30 Bændur smala Heimaklett „Þetta er eldgömul hefð,“ segir Sigurmundur Einarsson, fjárbóndi með meiru í Vestmannaeyjum, sem ásamt öðrum fjáreigendum smalaði í fyrrakvöld útigöngufé í Heimakletti. 18.7.2009 02:00 Var á vegg í Vilnius stjórnmál Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingar, flutti ræðu á þingi á fimmtudag í umræðu um ESB-ályktun ríkisstjórnarinnar sem þykir óneitanlega mjög lík kafla úr bók Johns C. Maxwell um leiðtogahæfni, The Difference Maker frá 2006. Þessi texti var einnig notaður í Adidas-auglýsingaherferð árið 2006. 18.7.2009 01:45 Hefði kosið eins og varamaðurinn Við upphaf hins sögulega þingfundar á fimmtudag þegar greidd voru atkvæði um aðildarumsókn að Evrópusambandinu upplýsti þingforseti að Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefði tilkynnt forföll og kallað til varamann í sinn stað. 18.7.2009 01:30 Ein í flokki 60 ára kvenna Heilsa Þrettánda Laugavegshlaupið er haldið í dag og leggja 342 keppendur af stað hina 55 km löngu leið milli Landmannalauga og Þórsmerkur. 18.7.2009 01:30 Sjá næstu 50 fréttir
Lögregla veitir Yaris eftirför Allavega sex lögreglubílar og að minnsta kosti eitt mótorhjól veita nú grárri Yaris bifreið eftirför á Vesturlandsvegi að sögn tveggja vegfarenda sem höfðu samband við fréttastofu. Ekki er vitað hvort um er að ræða Yaris bifreið sem stolið var í dag á Shell bensínstöð í Árbæ. 19.7.2009 19:28
Vonast til að smíði nýrrar Þjórsárbrúar hefjist í haust Ný stórbrú yfir Þjórsá við Árnes mun ásamt Hvítárbrú, Landeyjahöfn og Lyngdalsheiðarvegi skapar nýtt samgöngumynstur um mestu landbúnaðarhéruð Íslands og styrkja þau verulega, að mati ráðamanna á svæðinu. Þeir vonast til að smíði nýju Þjórsárbrúarinnar hefjist í haust. 19.7.2009 19:20
Ekki í lífshættu eftir slys á Gæsavatnaleið Íslenskur karlmaður sem varð milli tveggja bíla á Gæsavatnaleið, skammt vestan við Kistufell sem liggur við rætur Vatnajökuls, er ekki í lífshættu að sögn vaktahafandi læknis á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 19.7.2009 19:05
Kvika við Upptyppinga virðist færast nær yfirborði Jarðskjálftavirkni norðan við Upptyppinga síðustu daga bendir til að kvika færist þar nær yfirborði en áður. Fjórar virkustu eldstöðvar Íslands virðast allar vera að undirbúa gos. 19.7.2009 19:00
Sigöldufoss sést á ný á fullu afli Sigöldufoss, sem hvarf að mestu þegar Tungnaá var stífluð við Sigöldu fyrir aldarþriðjungi, er nú sýnilegur á ný í öllu sínu veldi. Áratugir gætu liðið áður en næsta tækifæri býðst til að sjá fossinn eins mikilúðlegan og hann verður næstu þrjár vikur. 19.7.2009 18:52
Evrópusinnar munu styðja Þorgerði Evrópusinnar innan Sjálfstæðisflokks munu þjappa sér að baki varaformanns flokksins eftir að hann sat hjá í atkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild. Þetta er mat aðjúnkts í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Enn er óljóst hvaða afleiðingar málið kann að hafa fyrir einstaka flokka og þingmenn. 19.7.2009 18:27
Eigandi Yaris bifreiðar: „Þekki þjófinn hvar sem er“ Eigandi Toyota Yaris bifreiðar sem stolið var meðan hann borgaði fyrir bensín á Shell bensínstöðinni í Árbæ fyrr í dag, segist sjaldan hafa orðið jafn hissa á ævi sinni og þegar hann sá bíl sinn reykspóla í burtu. Hann segist mundu þekkja þjófinn hvar sem er. 19.7.2009 17:14
Í tveimur útköllum samtímis Um svipað leyti og Landhelgisgæslan fór af stað til að sækja illa slasaðan ferðamann á Gæsavatnaleið barst henni beiðni utan af landi að sækja mjög veika konu sem þurfti að komast undir læknishendur. Landhelgisgæslan hefur þó einungis yfir einni þyrlu að ráða og þurfti því aðstoð frá dönsku varðskipi. Fór svo að dönsk þyrla sótti veiku konuna. 19.7.2009 16:20
Varð milli tveggja bíla á Gæsavatnaleið Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna umferðaslyss á Gæsavatnaleið, skammt vestan við Kistufell sem liggur við rætur Vatnajökuls. Að sögn lögreglu virðist sem manneskja hafi orðið milli tveggja bifreiða en önnur bifreiðanna mun hafa verið vörubifreið með tengivagn. Ekki liggur fyrir hvort um karl eða konu var að ræða en aðilinn er franskur ferðamaður. Hann er mikið slasaður. 19.7.2009 15:07
Bíl stolið meðan eigandinn borgaði fyrir bensín Fólksbíl var stolið við bensínstöð Shell við Hraunbæ um tvöleytið. Á meðan að eigandi bílsins var inni að greiða fyrir bensín fór maður inn í bílinn og ók honum á brott. 19.7.2009 14:41
Clinton komin til Mumbai Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Mumbai á Indlandi í morgun. Hún ætlar að ræða við Singh forsætisráðherra og Krishna utanríksráðherra um öryggis og varnarmál á svæðinu, baráttuna gegn hryðjuverkum og loftslagsmál. 19.7.2009 13:14
Erfitt að innheimta arð eigenda Sjóvár Fjármálaráðherra telur að það verði tæknilega erfitt að innheimta til baka þann arð sem eigendur Sjóvár greiddu sjálfum sér á undanförnum árum. Ríkið lagði í byrjun mánaðarins 16 milljarða króna í félagið til að bjarga því frá þroti. 19.7.2009 13:05
Kvikan suðvestur af Þórsmörk Jarðskjálftavirknin í Eyjafjallajökli, sem rakin er til glóandi kviku í iðrum jarðar, er aðeins um fimm kílómetra suðvestur af Básum, einu helsta gistisvæði ferðamanna í Þórsmörk. Þar varð í fyrrakvöld skjálfti sem mældist tæp þrjú stig. 19.7.2009 12:05
Plastbátur strandaði í Arnarfirði Lítill plastbátur var með þrjá Þjóðverja um borð strandaði í innanverðum Arnarfirði síðdegis í gær. Björgunarsveitir frá Bíldudal og Tálknafirði voru kallaðar út en báturinn hafði strandað á Langanesi. Þjóðverjarnir höfðu verið á sjóstangveiðum og amaði ekkert að þeim. Skipverjunum var bjargað um borð í annan bát og þeirra bátur tekinn í tog. 19.7.2009 10:54
Fjórir stútar í Borgarnesi Fjórir voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í nótt. Að öðru leyti var nóttin nokkuð róleg í umdæminu. 19.7.2009 10:10
Ekið á stúlku í Herjólfsdal Ekið var á stúlku í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum seint í gærkvöld með þeim afleiðingum að hún handleggsbrotnaði. 19.7.2009 09:58
Varð undir lyftara í höfninni í Vestmannaeyjum Lyftari valt í höfninni í Vestmannaeyjum með þeim afleiðingum að rist ökumannsins varð undir lyftarahúsinu á níunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum þar sem hann gekkst undir aðgerð. 19.7.2009 09:49
Sjö gistu fangageymslur í Reykjavík Sjö gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Nokkuð margir lögðu leið sína í miðbæinn að sögn lögreglu og var nokkuð um ölvun. Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur í nótt. Þeir sem gista fangageymslur eru þar ýmist vegna ölvunar eða slagsmála en nokkuð var um smá pústra í miðbænum í nótt. 19.7.2009 09:26
Katla gæti vaknað Kvikuhreyfingar sem hafnar eru undir Eyjafjallajökli gætu endað með eldgosi í fjallinu og vakið Kötlu. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og bendir á að talið sé að lítið eldgos hafi orðið í Kötlu fyrir tíu árum í framhaldi af kvikuinnskoti í Eyjafjallajökli. 18.7.2009 18:44
Áfall fyrir áform stjórnvalda um endurreisn Synjun Evrópska fjárfestingarbankans á láni til virkjanaframkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur er áfall fyrir áform stjórnvalda um endurreisn efnahagslífsins, að mati stjórnarformanns Orkuveitunnar. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hins vegar að Orkuveitan megi ekki láta máta sig; - hún verði að leita lána annarsstaðar. 18.7.2009 19:31
Skildu árabát eftir við Örfirisey Mannlaus árabátur sást á reki við Örfirisey í dag og var Landhelgisgæsla beðin um að svipast um eftir skipreka mönnum úr lofti. Lögregla fékk svo símtal um fimmleytið frá manni sem sá til tveggja manna koma að landi við olíutankana á Örfirisey og skilja bátinn eftir. 18.7.2009 17:36
Himnar loga og hús nötra á Þingvöllum Arndísi Guðnadóttur og fjölskyldu brá heldur betur í brún þegar sumarbústaður sem þau dvelja í fór að nötra eftir að þrumur og eldingar skullu á. Arndís hélt fyrst að eldingu hefði lostið niður í bústaðinn en svo var ekki. Himnarnir loga hreinlega á Þingvöllum að sögn Arndísar og gengur á með miklum skúrum. 18.7.2009 16:04
Lúxushótel á hálendinu gengur framar vonum Rekstur eina lúxushótelsins á hálendi Íslands hefur gengið framar vonum. Hótelhaldarinn, Friðrik Pálsson, segir gríðarleg tækifæri í ferðaþjónustu á hálendinu. 18.7.2009 19:14
Svelgur í Sigöldu og öfugur foss Risastór svelgur og öfugur foss sjást nú við Sigöldu en þar stendur yfir fyrsta meiriháttar viðhald á virkjuninni frá því hún var gangsett fyrir þrjátíu og tveimur árum. Sigölduvirkjun hefur reynst hin mesta gullnáma á starfstíma sínum, hún útrýmdi olíukyndingunni á sínum tíma og hefur síðan skilað um áttatíu milljörðum króna í tekjur fyrir þjóðarbúið. 18.7.2009 19:02
Segja umræðu um Vaðlaheiðargöng ómálefnalega Stjórn Eyþings segir að umræða um Vaðlaheiðargöng hafi verið ómálaefnaleg og hvetur samgönguráðherra til að standa við þau áform að ráðast í gerð ganga á þessum stað. Þetta kemur fram í samþykkt stjórnarinnar. 18.7.2009 14:33
Kvikustreymi í Eyjafjallajökli gæti endað með eldgosi Kvikustreymi sem hafið er undir Eyjafjallajökli gæti endað með eldgosi, að mati Páls Einarssonar, prófessors við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, en telur þó líklegast að eldvirknin endi sem kvikuinnskot undir yfirborði eldstöðvarinnar. 18.7.2009 11:56
Níunda svínaflensutilfellið staðfest á Íslandi Níunda tilfellið af svínainflúensu hefur verið staðfest hér á landi en um er að ræða karlmann á þrítugsaldri. Maðurinn tengist ekki þeim einstaklingum sem greinst hafa með svínainflúensu hér á landi og þá segir ennfremur á heimasíðu Landlæknis að maðurinn hafi ekki ferðast erlendis nýverið. Maðurinn er á batavegi. 18.7.2009 09:57
Stálu tómum bjórkútum Brotist var inn í félagsheimili Karlakórs Akureyrar um klukkan þrjú í nótt og höfðu innbrotsþjófarnir á brott með sér áfengi og nokkra tóma bjórkúta sem þeir væntanlega hafa talið að væru fullir. Lögreglan handtók mennina skömmu síðar en um var að ræða tvo tvítuga karlmenn. Töluverð ölvun var í miðbæ Akureyrar í nótt og mikið um pústra en alls fengu fimm að gista fangageymslur að sögn lögreglu. 18.7.2009 09:54
Tveir stútar og einn fíkniefnaakstur á Selfossi undir morgun Tveir voru teknir fyrir ölvun við akstur á Selfossi nú rétt undir morgun. Þá var einn tekinn fyrir fíkiefnaakstur. 18.7.2009 09:27
Margir í miðbænum í nótt Margir lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í nótt en þrátt fyrir það gekk nóttin stóráfallalaust fyrir sig. Nokkuð var um ölvun og eru maður og kona í haldi lögreglu vegna þess en þeim verður sleppt þegar þau hafa sofið úr sér. 18.7.2009 09:16
Grillað í öllum görðum í kvöld Stokkseyringar halda bryggjuhátíð í sjötta sinn nú um helgina. Undirtitill hátíðarinnar hefur alltaf verið „brú til brottfluttra“ og hafa brottfluttir alltaf sótt hátíðina vel. 18.7.2009 06:00
Þjóðstjórn rétta leiðin úr kreppu Það er ekki á færi núverandi ríkisstjórnar að byggja upp íslenskt samfélag eftir fjármálahrunið, segir Jón Ólafsson athafnamaður. 18.7.2009 06:00
Telja fórnarlambið aldrei munu ná sér Ungur maður, Jón Kristinn Ásgeirsson, hefur verið ákærður fyrir að valda öðrum manni ævarandi örkumlum með því að aka á hann á Hummer-bifreið í janúar. Jón Kristinn er jafnframt ákærður, ásamt öðrum, fyrir að kveikja í húsi við Kleppsveg í byrjun júní og koma manni sem þar var innandyra í bráða lífshættu. 18.7.2009 06:00
Greina áhrif aðildar Samtök Iðnaðarins hafa hafið ítarlega greiningu á áhrifum aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í fréttabréfi samtaka Iðnaðarins, Íslenskur iðnaður. 18.7.2009 06:00
Rödd skynseminnar sigraði Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, segir rödd skynseminnar hafa sigrað á Alþingi í fyrradag. 18.7.2009 05:30
Ekki stemning fyrir skynsemi „Það er lítil stemning fyrir skynseminni í íslensku samfélagi um þessar mundir,“ segir Borgar Þór Einarsson, ritstjóri Lögmannablaðsins í ritstjóragrein nýjasta heftisins. Greinin ber heitið „Engin stemning fyrir skynseminni“. 18.7.2009 05:00
Eru góðkunnar lögreglunni Tvær íslenskar stúlkur, 18 og 19 ára gamlar, voru handteknar í Northampton í Englandi á fimmtudag eftir fjögurra daga alþjóðaleit. Faðir annarrar þeirra hafði hringt í lögregluna á Englandi og sagt að þær væru líklega á þessu svæði. 18.7.2009 05:00
Réðust á öryggisvörð Tveir ungir menn réðust á öryggisvörð í verslun 10-11 í Engihjalla í fyrrinótt. Hann hafði staðið piltana að þjófnaði í búðinni og ætlaði að hindra för þeirra. Þeir brugðust við með því að slá hann í jörðina og sparka í höfuð hans. 18.7.2009 04:30
Ná til kosninga 2006 og 2007 Birta á fjárframlög til stjórnmálaflokka lengra aftur í tímann en lög gera ráð fyrir í dag. Þetta var samþykkt af öllum formönnum stjórnmálaflokkanna. 18.7.2009 03:30
Efnahagsbrotadeild verði færð frá RLS Skynsamlegt er að sameina Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og embætti fjögurra sérstakra saksóknara, að mati Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. „Efnahagsbrotadeildin yrði við það færð frá ríkislögreglustjóra þar sem embætti sérstaks saksóknara er sjálfstætt og ekki hægt að hafa það undir ríkislögreglustjóra." Gert er ráð fyrir því í lögum að ráðherra geti lagt til að sérstakur saksóknari verði sameinaður öðrum lögregluembættum. 18.7.2009 03:00
Hundur getur lesið af blaði Dýraþjálfarinn Lyssa Rosenberg hefur kennt terríer-hundinum sínum Willow að hlýða skriflegum tilskipunum. Til dæmis teygir Willow loppu í loftið þegar hún sér orðið „veifaðu“. Einnig stendur hún upp þegar hún sér það skrifað. 18.7.2009 02:30
Bændur smala Heimaklett „Þetta er eldgömul hefð,“ segir Sigurmundur Einarsson, fjárbóndi með meiru í Vestmannaeyjum, sem ásamt öðrum fjáreigendum smalaði í fyrrakvöld útigöngufé í Heimakletti. 18.7.2009 02:00
Var á vegg í Vilnius stjórnmál Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingar, flutti ræðu á þingi á fimmtudag í umræðu um ESB-ályktun ríkisstjórnarinnar sem þykir óneitanlega mjög lík kafla úr bók Johns C. Maxwell um leiðtogahæfni, The Difference Maker frá 2006. Þessi texti var einnig notaður í Adidas-auglýsingaherferð árið 2006. 18.7.2009 01:45
Hefði kosið eins og varamaðurinn Við upphaf hins sögulega þingfundar á fimmtudag þegar greidd voru atkvæði um aðildarumsókn að Evrópusambandinu upplýsti þingforseti að Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefði tilkynnt forföll og kallað til varamann í sinn stað. 18.7.2009 01:30
Ein í flokki 60 ára kvenna Heilsa Þrettánda Laugavegshlaupið er haldið í dag og leggja 342 keppendur af stað hina 55 km löngu leið milli Landmannalauga og Þórsmerkur. 18.7.2009 01:30