Segir skilanefndarfólk verða voldugustu menn landsins Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 20. júlí 2009 15:58 Eygló Harðardóttir í þinginu. Mynd/GVA „Þetta verða voldugustu menn Íslands," segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar, um nefndarmenn skilanefnda gömlu bankanna. Hún gagnrýnir ýmislegt við samkomulag stjórnvalda við skilanefndir bankanna sem kynnt var á blaðamannafundi í morgun, en Eygló var viðstödd fundinn og bar upp spurningar ásamt fjölmiðlum. Meðal annars segir hún að ef skilanefndir Glitnis og Kaupþings fari með hlut þrotabúsins í nýju bönkunum verði skilanefndirnar eins og ríki í ríkinu. Þannig jánkar Eygló því að mikil völd safnist á mjög fárra hendur. Þá gagnrýnir hún einnig að ekkert í löggjöfinni tryggi að eigendur bankanna kunni að reka banka. Til dæmis sé ekkert í samkomulaginu sem kemur í veg fyrir að fyrrum eigendur bankanna geti eignast þá upp á nýtt. En telur hún líklegt að þeir muni yfir höfuð sækjast eftir því? „Það er allavega ekkert sem kemur í veg fyrir það. Það ætti kannski að vera einhver trygging fyrir því að þeir sem eiga bankanna séu aðilar sem við viljum sem eigendur." Þess má þó geta að í fréttatilkynningu sem fjármálaráðuneytið sendi út í morgun kemur fram að vonir standi til að þeir sem eignist bankana og reki þá á endanum búi yfir nytsamlegri þekkingu á bankarekstri. Þá segir Eygló þetta samkomulag setja ýmsa vinnu í þinginu í uppnám. „Hvað verður um bankasýsluna, eignaumsýslufélagið, lagaumhverfið sem við höfum undirbúið að breyta?" Eygló áréttar að lokum að samkomulagið sem kynnt var í morgun nái aðeins til skilanefndanna - enn eigi eftir að ná samkomulagi við kröfuhafana sjálfa. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
„Þetta verða voldugustu menn Íslands," segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar, um nefndarmenn skilanefnda gömlu bankanna. Hún gagnrýnir ýmislegt við samkomulag stjórnvalda við skilanefndir bankanna sem kynnt var á blaðamannafundi í morgun, en Eygló var viðstödd fundinn og bar upp spurningar ásamt fjölmiðlum. Meðal annars segir hún að ef skilanefndir Glitnis og Kaupþings fari með hlut þrotabúsins í nýju bönkunum verði skilanefndirnar eins og ríki í ríkinu. Þannig jánkar Eygló því að mikil völd safnist á mjög fárra hendur. Þá gagnrýnir hún einnig að ekkert í löggjöfinni tryggi að eigendur bankanna kunni að reka banka. Til dæmis sé ekkert í samkomulaginu sem kemur í veg fyrir að fyrrum eigendur bankanna geti eignast þá upp á nýtt. En telur hún líklegt að þeir muni yfir höfuð sækjast eftir því? „Það er allavega ekkert sem kemur í veg fyrir það. Það ætti kannski að vera einhver trygging fyrir því að þeir sem eiga bankanna séu aðilar sem við viljum sem eigendur." Þess má þó geta að í fréttatilkynningu sem fjármálaráðuneytið sendi út í morgun kemur fram að vonir standi til að þeir sem eignist bankana og reki þá á endanum búi yfir nytsamlegri þekkingu á bankarekstri. Þá segir Eygló þetta samkomulag setja ýmsa vinnu í þinginu í uppnám. „Hvað verður um bankasýsluna, eignaumsýslufélagið, lagaumhverfið sem við höfum undirbúið að breyta?" Eygló áréttar að lokum að samkomulagið sem kynnt var í morgun nái aðeins til skilanefndanna - enn eigi eftir að ná samkomulagi við kröfuhafana sjálfa.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira