Fleiri fréttir

Óeðlilegt hvernig lántakan þróaðist

„Við veltum vöngum yfir hvernig þetta mál þróaðist,“ segir Ragnar Lárus Kristjánsson, forstöðumaður hjá verðbréfafyrirtækinu Virðingu, sem Reykjavíkur-borg hafi falið að útvega fimm milljarða króna lánsfé gegn veði í fasteignum borgarinnar.

Þarf meira til að lögleiða fíkniefni

Dómsmálaráðherra segir það ekki næga ástæðu til að endurskoða stefnu ríkisins gagnvart kannabisefnum að landlæknir og prófessor í afbrotafræði hafi varað við „fíkniefnastríðinu“, og virðist telja núverandi stefnu komna í ákveðna blindgötu.

Hrikalegar tölur úr rekstri sveitarfélaga

Rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna fyrir árið 2008 sýnir að viðsnúningurinn frá árinu á undan er neikvæður um 68 milljarða króna. Afkoman er lökust hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur og á svokölluðum vaxtarsvæðum.

Rannsakaði aðstoðar­menn ráðherra

Faglega ráðnum aðstoðarmönnum ráðherra tók að fjölga þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við völdum árið 2007. Þetta er meðal niðurstaðna BA-verkefnis Gests Páls Reynissonar í stjórnmálafræði, sem hlaut á dögunum verkefnastyrk Félagsstofnunar stúdenta.

Fjórðungur ganga eftir

Eftir á að grafa fyrir fjórðungi af heildarleið Bolungarvíkurganga um Óshlíð.

Tilboð berast í Loftorku ehf.

Sjö tilboð hafa borist í eignir þrotabús Loftorku Borgarnesi ehf. Eiríkur Elís Þorláksson, skiptastjóri þrotabúsins, hefur tilboð í höndunum, sem ýmist eru í eignirnar í heild eða einstaka hluta þeirra. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni.

Lögbundni aldurinn í forgang

„Fimmtán einstaklingar sem eru að koma úr 10. bekk eru ekki búnir að fá pláss,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra spurð hvernig staðan sé á umsóknum í framhaldsskóla landsins. Verið er að vinna í málum þeirra, að sögn Katrínar.

Fimm til sjö sparisjóðir í landinu

Ekki hefur verið rætt við forsvarsmenn Byrs sparisjóðs um mögulega sameiningu og sparisjóðurinn hefur ekki lýst áhuga á slíku, segir Ragnar Zophonías Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs og stjórnarmaður í Sambandi sparisjóða.

Fundi utanríkismálanefndar aflýst eftir kröfu Guðfríðar Lilju

Fundi Utanríkismálanefndar Alþingis sem átti að halda áfram klukkan 21.30 í kvöld hefur verið aflýst. Á fundinum átti að afgreiða þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu út úr nefndinni. Fundurinn hófst klukkan sex síðdegis en gert var hlé á fundinum eftir að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir lagði fram kröfu um að veittar yrðu upplýsingar um kostnað við aðildarviðræðurnar.

Framkvæmdastjóri Strætó biðst afsökunar

Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó Bs, vill koma á framfæri afsökunarbeiðni til foreldra átta ára drengs sem var settur út úr leið S1 í Hamraborg í Kópavogi í gær vegna plássleysis. Móðir drengsins hafði samband við Vísi í gær, verulega ósátt.

Tveir af ellefu karlmönnum höfðu stöðu sakborninga

Tveir af þeim 11 karlmönnum sem tóku þátt í kynlífsathöfnum með parinu sem kemur við sögu í kynferðisbrotamálinu sem dæmt var í í Héraðsdómi í gær höfðu stöðu sakborninga á rannsóknarstigi málsins hjá lögreglu, samkvæmt upplýsingum frá Huldu Elsu Björgvinsdóttur settum saksóknara.

Nýtt gagnaver gæti skapað tugi starfa

„Ég sé fyrir mér að hægt sé að draga mikil viðskipti hingað," segir Ólafur, Sigurvinsson, rekstrarstjóri nýja gagnavistunarfyrirtækisins DataCell. Reiknað er með að fyrirtækið hefji rekstur í september með þjónustu við fyrstu viðskiptavinina á Íslandi.

Hjólreiðamönnunum miðar vel

Hjólreiðamennirnir sem lögðu af stað í hjólreiðakeppni frá Mosfellsbæ til Akureyrar í morgun eru komnir vel á veg. Að sögn Hákons Hrafns Sigurðssonar, eins af skipuleggjendum keppninnar, er búist við að fyrstu hjólakapparnir komi til Akureyrar rúmlega sjö í kvöld. Tveir fyrstu hóparnir voru fyrir nokkrum mínútum í Varmahlíð í Skagafirði.

Finni og konu hans hótað

Finni Sveinbjörnssyni, bankastjóra Nýja Kaupþings, barst hótun bréfleiðis í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Björgólfsfeðgar vildu semja um ákveðna niðurfellingu á skuldum sínum við bankann. Konu Finns var einnig hótað í sama bréfi. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Íslendingar kenna Dönum að fljúga

Þristavinafélagið DC-3 hefur nú tekið að sér flugmannaþjálfun fyrir danska þristavinafélagið og hefur Páll Sveinsson undanfarna daga verið notaður til að þjálfa danskan flugstjóra. Danirnir kosta þjálfunarflugið en þeir höfðu ekki aðstöðu til að standa að því sjálfir og leituðu því til Íslendinga um hjálp.

Hundur týndist við Smáralind

Hvítur og grár Silki Terrier hundur hvarf fyrir utan Smáralindina um klukkan hálf fjögur í dag. Hann er lítill með tagl í hvítri peysu með silfur stöfum og með rauða slaufu. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hundsins geta haft samband í síma 841-0117 eða 564-0713.

Ráðherra stöðvar makrílveiðar

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur falið Fiskistofu að fella úr gildi öll leyfi til makrílveiða frá klukkan 18 í dag. Jafnframt hefur reglugerð um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum verið breytt á þann hátt að veiðar úr þeim stofni eru einungis heimilar fyrir norðan 66°N og þar má makrílafli ekki fara yfir 10% af heildarafla á hverju þriggja vikna tímabili. Tekur þessi reglugerðarbreyting gildi á miðnætti.

Mjölgeymar HB Granda teknir niður

Byrjað er að taka niður stóru mjölgeymana við fiskiðjuver HB Granda, sem sett hafa svip á Reykjavíkurhöfn um áratuga skeið. Þeir verða fluttir sjóleiðina til Vopnafjarðar og reistir þar.

Barnsmóðir ofbeldismannsins vildi vitna um kynóra hans

Barnsmóðir og fyrrum sambýliskona mannsins sem í gær var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróft líkamlegt ofbeldi vildi vitna um kynóra mannsins en fékk ekki. Þau bjuggu saman á árunum 1991 til 1998 og eignuðust saman dóttur.

Samfélagið þarf að senda kynferðisbrotamönnum ákveðin skilaboð

„Mér finnst jákvætt hvað dómurinn er þó langur. Það er kannski ekki að maður sé að gleðjast yfir þungri refsingu í fangelsi, mér finnst það svo kannski annað mál, en mér finnst mikilvægt að samfélagið gefi skilaboð til ofbeldismanna að svona sé ekki liðið," segir Thelma Ásdísardóttir Stígamótarkona um dóm yfir manni sem var dæmdur fyrir margvíslegt ofbeldi,

Óvíst hvort að sambýliskona ofbeldismannsins nái sér að fullu

Kona mannsins sem fékk átta ára fangelsisdóm fyrir gróft líkamlegt ofbeldi hlaut mikið andlegt tjón eftir þær barsmíðar og misnotkun sem hún varð fyrir. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Settur saksóknari í málinu segir óvíst að hún nái sér að fullu.

Íslendingar ættu að geta nýtt sér andstöðu Breta

Íslendingar ættu að geta nýtt sér andstöðu Breta við að fara með Icesave málið fyrir dómstóla til ná að hagstæðum samningum. Þetta kemur fram í áliti bresku lögfræðistofunnar Mishcon de Reyja í London sem unnin var fyrir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.

Bifhjól og bifreið í árekstri

Lítið bifhjól og bifreið lentu saman í Steinásnum í Garðabæ á ellefta tímanum í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður bifhjólsins fluttur á slysadeild en talið er að meiðsl hans séu óveruleg.

Vill afgreiða ESB umsókn út úr nefnd í dag

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, vonast til þess að hægt verði að afgreiða þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu út úr nefndinni í dag. Málið er á dagskrá nefndarinnar klukkan 18 síðdegis.

Þolendur beri ekki einir byrðina

„Okkur hjá Aflinu samtökum gegn kynferðis og heimilisofbeldi er kunnugt um þennan mikla fjölda kvenna sem búa við þessar hörmulegu aðstæður og staðfestir þessi rannsókn reynslu okkar," segir í tilkynningu sem Aflið samtök

Kynna tónlistarmyndir fyrir erlendum sjónvarpsstöðvum

Tónlistarmyndamarkaður er meðal þess sem verður á dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar, Reykjavík International Film Festival, í september. Á markaðnum, sem ber heitið Sound on Sight, kynna norrænir framleiðendur tónlistartengdar kvikmyndir fyrir kaupendum og dreifingaraðilum á því sviði.

Síldarsýking enn á ferð

Aftur finnst nú töluvert af sýktri síld í íslensku sumargotssíldinni, en sýkingarinnar varð fyrst vart í fyrrasumar og voru vonir bundnar við að hún gengi yfir í vetur.

Leitað að vélhjóli eftir ofsaakstur

Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú að dökku mótorhjóli, svonefndu race-hjóli, og ökumanni þess sem vegfarendur um Reykjanesbraut sáu á ofsahraða síðdegis í gær.

Sjö teknir fyrir hraðakstur

Lögreglan í Árnessýslu stöðvaði ungan mann á Hellisheiði í gærkvöldi eftir að bíll hans hafði mælst á 134 kílómetra hraða.

Segir Milestone ekki hafa verið kynnt tilefni leitar

Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, sem meðal annars á Sjóvá og Askar kapital, segir í tilkynningu, sem hann sendi frá félaginu í nótt, að Milestone hafi ekki enn verið kynnt tilefnið til húsleitanna sem sérstakur saksóknari lét gera á tíu stöðum í gær.

Jón Ólafsson krefur breska ríkið um tugmilljóna bætur

„Ég tók þá ákvörðun að það væri ekki lengur þess virði að sækja málið á Hannes Hólmstein. Ég er búinn að vinna málið fyrir dómstólum í Englandi sem klikka vegna tæknilegs atriðis. Eins er þríeykið Davíð Oddsson, Kjartan Gunnarsson [fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins] og Hannes liggjandi menn. Maður sparkar ekki í liggjandi menn," segir Jón Ólafsson athafnamaður.

Ákærur eftir tvö til þrjú ár

Bankahrunið Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara hér á landi, segir ómögulegt að geta sér til um hve langan tíma rannsóknirnar í tengslum við bankahrunið í haust muni taka. Það fari eftir því hve mikil aðstoð fáist frá öðrum löndum og hve ítarlegar rannsóknirnar verði.

Tjá sig ekki um niðurfellingu

Talsmaður Björgólfsfeðga, Ásgeir Friðgeirsson, vill ekki tjá sig um hvort tilboð Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar um niðurfellingu á skuld þeirra við Nýja Kaupþing sýni að hinn síðarnefndi sé ekki borgunarmaður fyrir skuld sinni við Nýja Kaupþing.

Veit ekki hvað um er að ræða

„Það komu bara nokkrir menn frá sérstökum saksóknara og tjáðu okkur að í gangi væri rannsókn á Sjóvá og vildu fá að skoða þau gögn sem við höfum undir höndum og tengjast þeim fjárfestingum sem Sjóvá hefur farið út í," segir Benedikt Árnason, forstjóri Aska Capital, þar sem húsleit var gerð í gær.

Bókhaldið rak á land eftir þrot

Mappa með bókhaldsgögnum frá útgerðarfélaginu Fossvík fannst sjóblaut í brimvarnargarðinum við Breiðdalsvík í fyrradag. Fossvík var úrskurðað gjaldþrota í apríl síðastliðnum. Þetta kom fram á vefsíðunni Austurglugginn.

Skylt að aka Sólheimafólkinu

Samgönguráðuneytið, sem fer með málefni sveitarfélaga, hefur ógilt ákvörðun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps um að synja þroskaheftum manni um ferðaþjónustu.

Neyðarkall sent úr Köldukvísl

Tvær erlendar konur sem eru hér á ferðalagi sendu í gær frá sér neyðarkall í gegnum svokallaða „spot“ neyðarþjónustu í Bandaríkjunum. Boðin komu frá Hágönguhrauni sunnan Köldukvíslar þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í tvö í gær.

Nýtt kerfi afturför í öryggismálum á sjó

„Þetta er einfalt. Árið 2008 var fyrsta ár í Íslandssögunni þar sem ekkert banaslys varð á sjó í því kerfi sem hér hefur verið við lýði. Þetta er stór afturför í öryggis­málum sjómanna,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Nú hafa rúmlega 400 leyfi verið gefin út af Fiskistofu til strandveiða.

Harmar tortryggnina

Orkumál Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, fyrirtækisins sem hefur hug á að kaupa stóran hlut í HS Orku, harmar að deilur og tortryggni hafi sprottið upp á Íslandi vegna fyrirhugaðra viðskipta.

Starfsmennirnir kvarta ekki

Starfsmenn Alþingis hafa ekki getað fengið sumarleyfi jafnauðveldlega og áður vegna sumarþingsins. „Einhverjir voru vissulega búnir að skipuleggja sín frí og þurfa að breyta því en við reynum að leysa það,“ segir Karl M. Kristjánsson, rekstrarstjóri Alþingis.

Sjá næstu 50 fréttir