Samfélagið þarf að senda kynferðisbrotamönnum ákveðin skilaboð Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. júlí 2009 13:58 Thelma Ásdísardóttir vill ákærur yfir mönnunum sem höfðu kynferðislegt samneyti við konuna að undirlagi sambýlismanns hennar. Mynd/ Vilhelm. „Mér finnst jákvætt hvað dómurinn er þó langur. Það er kannski ekki að maður sé að gleðjast yfir þungri refsingu í fangelsi, mér finnst það svo kannski annað mál, en mér finnst mikilvægt að samfélagið gefi skilaboð til ofbeldismanna að svona sé ekki liðið," segir Thelma Ásdísardóttir um dóm yfir manni sem var dæmdur fyrir margvíslegt ofbeldi, líkamlegt og kynferðislegt, gagnvart sambýliskonu sinni. Maðurinn var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Thelma segist ekki þekkja umrætt mál en af lýsingum í fjölmiðlum að dæma hafi maðurinn fengið aðra karlmenn til að taka þátt í ofbeldinu með sér. „Mér finnst athyglisvert að ellefu manns skuli ganga lausir sem virðast hafa nauðgað henni," segir Thelma. Hún bendir þó á að allir séu saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð en hún hefði viljað sjá ákærur gagnvart þeim. „Mér finnst líka sterkt í þessu máli hvað það kemur ofsalega skýrt fram hvað kynferðislegt ofbeldi er auðveldlega hluti af ofbeldi í parasamböndum," segir Thelma. „Þannig að þegar karlmaður er að beita konu ofbeldi í parasambandi að þá er kynferðislegt ofbeldi svo oft hluti af því. En það kemur svo sjaldan fram af því að þar er svo oft mesta skömmin og sektarkenndin þar," segir Thelma og bendir á að það sé kannski líka oft erfiðast fyrir konuna að átta sig á því hvar ofbeldið byrji og hvar hún sjálf hefur látið yfir sig ganga hluti. „Nú er ég ekki að segja að hún hafi gert það en konum líður oft þannig," segir Thelma. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
„Mér finnst jákvætt hvað dómurinn er þó langur. Það er kannski ekki að maður sé að gleðjast yfir þungri refsingu í fangelsi, mér finnst það svo kannski annað mál, en mér finnst mikilvægt að samfélagið gefi skilaboð til ofbeldismanna að svona sé ekki liðið," segir Thelma Ásdísardóttir um dóm yfir manni sem var dæmdur fyrir margvíslegt ofbeldi, líkamlegt og kynferðislegt, gagnvart sambýliskonu sinni. Maðurinn var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Thelma segist ekki þekkja umrætt mál en af lýsingum í fjölmiðlum að dæma hafi maðurinn fengið aðra karlmenn til að taka þátt í ofbeldinu með sér. „Mér finnst athyglisvert að ellefu manns skuli ganga lausir sem virðast hafa nauðgað henni," segir Thelma. Hún bendir þó á að allir séu saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð en hún hefði viljað sjá ákærur gagnvart þeim. „Mér finnst líka sterkt í þessu máli hvað það kemur ofsalega skýrt fram hvað kynferðislegt ofbeldi er auðveldlega hluti af ofbeldi í parasamböndum," segir Thelma. „Þannig að þegar karlmaður er að beita konu ofbeldi í parasambandi að þá er kynferðislegt ofbeldi svo oft hluti af því. En það kemur svo sjaldan fram af því að þar er svo oft mesta skömmin og sektarkenndin þar," segir Thelma og bendir á að það sé kannski líka oft erfiðast fyrir konuna að átta sig á því hvar ofbeldið byrji og hvar hún sjálf hefur látið yfir sig ganga hluti. „Nú er ég ekki að segja að hún hafi gert það en konum líður oft þannig," segir Thelma.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira