Innlent

Bókhaldið rak á land eftir þrot

Fossvík
Mynd/ Vilhelm Gunnarsson
Fossvík Mynd/ Vilhelm Gunnarsson

Mappa með bókhaldsgögnum frá útgerðarfélaginu Fossvík fannst sjóblaut í brimvarnargarðinum við Breiðdalsvík í fyrradag. Fossvík var úrskurðað gjaldþrota í apríl síðastliðnum. Þetta kom fram á vefsíðunni Austurglugginn.

Samkvæmt frétt Austurgluggans var mappan merkt fyrirtækinu og innihélt hún reikninga sem stílaðir voru fyrirtækinu. Jafnframt segir að í grennd við þann stað sem mappan fannst sé ruslagámur sem krakkar eigi það til að tína úr. Ekki er vitað hvernig mappan komst upp á garðinn en reynt verður að þurrka hana til að skoða innihald hennar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×