Innlent

Neyðarkall sent úr Köldukvísl

Tvær erlendar konur sem eru hér á ferðalagi sendu í gær frá sér neyðarkall í gegnum svokallaða „spot" neyðarþjónustu í Bandaríkjunum. Boðin komu frá Hágönguhrauni sunnan Köldukvíslar þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í tvö í gær.

„Björgunarsveitarbifreið í hálendiseftirliti kom að konunum þegar þyrlan var við það að fara í loftið klukkan 15.44. Voru konurnar fastar á eyri í Köldukvísl. Voru þær ómeiddar en treystu sér ekki út í ána og höfðu sett niður tjald á staðnum," segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Konurnar eru báðar 32 ára gamlar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×