Innlent

Leitað að vélhjóli eftir ofsaakstur

Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú að dökku mótorhjóli, svonefndu race-hjóli, og ökumanni þess sem vegfarendur um Reykjanesbraut sáu á ofsahraða síðdegis í gær. Það stefndi til Keflavíkur. Þegar ökumaður hjólsins var að geysast fram úr einum bílnum hafði hann ekki meiri stjórn á hjólinu en svo, að hann rakst utan í bílinn og braut af honum spegil. Það hefur því aðeins munað hársbreidd að hann félli í götuna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×