Innlent

Íslendingar ættu að geta nýtt sér andstöðu Breta

Íslendingar ættu að geta nýtt sér andstöðu Breta við að fara með Icesave málið fyrir dómstóla til ná að hagstæðum samningum. Þetta kemur fram í áliti bresku lögfræðistofunnar Mishcon de Reyja í London sem unnin var fyrir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.

Skýrslan sem dagsett er 29. mars 2009 var gerð opinber í gær eftir að Morgunblaðið birti frétt um málið.

Skýrslan er stíluð á Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og fjallar um ábyrgð og lagalega stöðu Íslands í Icesave málinu.

Að mati skýrsluhöfunda er það vafamál hvort Íslendingar beri ábyrgð á tryggingastjóði innistæðueigenda vegna Icesave. Þá benda skýrsluhöfundar á að Íslendingar ættu að nýta sér andstöðu Breta við að fara dómstólaleiðina í málinu til að ná hagstæðum samningum.

Í niðurlagi skýrslunnar er þó tekið fram að lögfræðistofan hafi aðeins fengið þrjá sólahringa til að kynna sér málið og því lagt til að henni verið fengin meiri tími til að kryfja málið enn frekar.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að lögmannsstofan Mishcon de Reya hafi verið ráðinn til að gera úttekt á lagalegum atriðum vegna frystingar Breta á eignum Landsbankans þar í landi. Hann hafi fundað með fulltrúum lögmannsstofunnar í London en þar hafi ekkert verið minnst á mat skýrsluhöfunda á Icesave málinu.

Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að leyna gögnum en Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur vísað þeirri gagnrýni á bug og segir að skýrslan breyti engu um stöðu Íslands í málinu. Mat skýrsluhöfunda á Icesave sé það sama og Íslendingar hafi barist fyrir frá upphafi án árangurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×