Innlent

Segir Milestone ekki hafa verið kynnt tilefni leitar

Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone.
Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone. Mynd/Valgarður Gíslason

Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, sem meðal annars á Sjóvá og Askar kapital, segir í tilkynningu, sem hann sendi frá félaginu í nótt, að Milestone hafi ekki enn verið kynnt tilefnið til húsleitanna sem sérstakur saksóknari lét gera á tíu stöðum í gær. Þar segir enn fremur að starfsemi og ávöxtunarleiðir Sjóvá hafi verið undir ströngu eftirliti opinberra aðila og ætti því ekkert að koma þessum eftirlitsaðilum á óvart. Starfsmenn saksóknarans lögðu hald á ýmis gögn en rannsóknin beinist að því hvort félagið hafi farið á svig við hlutafélagalög.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×