Innlent

Veit ekki hvað um er að ræða

Benedikt Árnason Hefur verið forstjóri Aska í tæpt ár.
Benedikt Árnason Hefur verið forstjóri Aska í tæpt ár.

„Það komu bara nokkrir menn frá sérstökum saksóknara og tjáðu okkur að í gangi væri rannsókn á Sjóvá og vildu fá að skoða þau gögn sem við höfum undir höndum og tengjast þeim fjárfestingum sem Sjóvá hefur farið út í," segir Benedikt Árnason, forstjóri Aska Capital, þar sem húsleit var gerð í gær.

„Við höfum stýrt nokkrum verkefnum sem Sjóvá hefur fjárfest í. Einkanlega eru það erlendar fasteignir sem við höfum séð um fyrir Sjóvár hönd en við komum ekki að þeim sem eignaraðili," segir Benedikt, sem aðspurður aftekur að Askar hafi aðstoðað við hugsanleg fjársvik. „Alls ekki. Ég veit ekki hvað um er að ræða."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×