Fleiri fréttir

Þreifingar um sameiningar háskóla

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir óformlegar þreifingar vera á milli rektora íslensku háskólanna í kjölfar skýrslu alþjóðlegra sérfræðinga sem birtist í maí. Í henni var meðal annars lagt til að háskólar landsins yrðu sameinaðir og fækkað þannig í tvo, einn einkarekinn og einn ríkisrekinn.

Verðlaunaverkefni Íslendings léttir hjartveikum lífið

Lokaverkefni Önundar Jónassonar, 28 ára véltæknifræðings úr Ingeniorhojskolen í Árósum, mun vonandi létta fjölda hjartveikra lífið. Hann þróaði ásamt dönskum samnemanda sínum nýja gerð mítralhrings, sem kemur verulega að gagni þegar hjartavefur deyr og skipta þarf um hluta hjartans.

Vinnuvél festist undir Höfðabakkabrú

Tafir eru á umferð á Vesturlandsvegi til austurs undir Höfðabakkabrú. Þar er nú föst vinnuvél undir brúnni og gert er ráð fyrir að tafir á umferð verði á meðan unnið er að því að ná vinnuvélinni undan brúnni enda eru ekki allar akreinar opnar. Ökumenn eru beðnir um að sýna aðgæslu og tillitsemi á meðan þessu stendur.

Týndi hundinum sínum í kerfinu

Marvin Michelsen, tvítugur Reykvíkingur, hefur undanfarinn mánuð gert mikla leit að hundinum sínum, Mjölni. Ótrúleg atburðarás varð til þess að Mjölnir endaði í höndunum á nýjum eigendum sem Marvin veit ekki hverjir eru.

Starfsgreinasambandið og Launanefndin skrifa undir

Í kvöld var skrifað undir samning um framlengingu og breytingar á kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambandsins fyrir hönr aðildarfélagan. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Starfsgreinasambandinu var megináhersla lögð á að hækka launataxta sem eru undir 180.000 kr. og kemur sú hækkun í þremur áföngum.

Neyddi sambýliskonu sína til kynmaka með öðrum mönnum

Karlmaður var í dag dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Manninum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur.

Leitað á skrifstofu Samtaka atvinnulífsins

Einn af þeim fjölmörgu stöðum sem starfsmenn sérstaks saksóknara gerðu húsleit á í dag er á starfsstöð Þórs Sigfússonar, formanns Samtaka atvinnulífsins, á skrifstofu samtakanna, en Þór hefur haft þar starfsaðstöðu í nokkrar undanfarnar vikur.

Fundur fjárlaganefndar og InDefence gekk vel

Fjárlaganefnd og fulltrúar InDefence hópsins funduðu í morgun um frumvarp vegna ríkisábyrgðar á Icesave. Gekk fundurinn vel að sögn Helga Áss Grétarssonar, eins forgöngumanna InDefence. Ásamt Helga sátu fundinn þeir Eiríkur Svavarsson, lögmaður, og Sigurður Hannesson, doktor í stærðfræði. Fundurinn stóð í einn og hálfan tíma.

Neytendasamtökin gagnrýna siðlausa markaðssetningu bankanna

Neytendasamtökin gagnrýna harðlega siðlausa markaðssetningu bankanna í góðærinu þar sem námsmenn voru jafnvel hvattir til að kaupa gallabuxur upp á krít. Þau segja umburðarlyndið sem Íslendingar sýndu bönkunum óskiljanlegt.

Meira en 10500 fjárnámsbeiðnir í Reykjavík

Rúmlega tíu þúsund og fimm hundruð fjárnámsbeiðnir hafa verið skráðar hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík það sem af er þessu ári - eða þúsund fleiri beiðnir miðað við sama tíma í fyrra.

Á batavegi eftir bílslys

Átta ára drengur sem varð fyrir bíl á Reykjanesbraut við Ásvelli um þrjúleytið í gær er enn sofandi í öndunarvél. Vakthafandi læknir á gjörgæsludeild Landspítalans segist þó telja að hann sé á batavegi. Líðan mannsins sem slasaðist þegar Cessna flugvél hrapaði fyrir helgi er óbreytt og er honum enn haldið sofandi í öndunarvél.

NATÓ notar Eurovisionframlag Íslendinga

Eurovisionframlag Íslendinga þetta árið, Is it True, í flutningi Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur hljómar undir í kynningarmyndbandi á heimasíðu Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, um áhrif fjármálakreppunnar á öryggismál. Fullyrt er að Íslendingar hafi ekki kært sig um að vinna keppnina í þetta sinn.

Orð stendur gegn orði um málaferli Hollendinga

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafnar því alfarið að hafa farið með rangt mál þegar að hann skýrði frá því í gær að á fundi fjárlaganefndar Alþingis hefðu verið ræddar upplýsingar um að hollensk stjórnvöld myndu styðja við málaferli hollenskra innistæðueigenda.

Fjármál frambjóðenda skoðuð aftur til 2006

Stjórnmálaflokkarnir munu á næstunni ganga frá samkomulagi sem felur í sér að þeir safni saman upplýsingum um fjármál frambjóðenda sinna aftur til ársins 2006. Samkvæmt heimildum fréttastofu felur samkomulagið jafnframt í sér að gerð verði úttekt á fjármálum flokkanna fyrir árin 2002 til 2007.

Lögreglan: Þjónustuskerðing vegna niðurskurðar

Snorri Magnússon, formaður Landssambands Lögreglumanna, segir þjónustuskerðingu blasa við hjá lögreglu nái útgjaldalækkun ríkisstjórnarinnar til löggæslumála fram að ganga. Snorri var gestur í Reykjavík síðdegis í gær.

Bátur dreginn til hafnar

Lítill fiskibátur fékk veiðarfærin í skrúfuna þegar hann var staddur út af Sauðanesi skammt frá Siglufirði í nótt. Einn maður var um borð og kallaði hann eftir aðstoð björgunarbáts Slysvarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði, sem dró hann til hafnar undir morgun. Gott veður var á svæðinu og var bátsverjinn því ekki í hættu.-

Nýr kjarasamningur borgarinnar

Fulltrúar Reykjavíkurborgar, starfsmannafélags borgarinnar og Eflingar undirrituðu nýjan kjarasamning í gærkvöldi.

Strandveiðileyfin streyma út

Fjögur hundruð og fimm bátar eru búnir að fá leyfi til strandveiða, samkvæmt nýrri reglugerð sjávarútvegsráðherra og er heildarkvóti þeirra á þessu fiskveiðiári þegar að verða upp urinn á sumum svæðum.

Átján ára á 178 km hraða á Reykjanesbraut

Átján ára ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut, skammt frá Grindavíkurafleggjara, á fimmta tímanum í nótt, eftir að lögregla hafði mælt bíl hans á 178 kílómetra hraða.

Nóg að gera á Írskum dögum hjá lögreglunni

Lögreglan á Akranesi sinnti 170 verkefnum á svonefndum Írskum dögum þar í bæ um helgina. Samkvæmt samantekt lögreglunnar er vitað um tíu líkamsárásir, þar af tvær mjög alvarlegar.

Björgólfar vilja að Kaupþing afskrifi þrjá milljarða

Björgólfur Guðmundsson og Björg­ólfur Thor Björgólfsson hafa gert Nýja Kaupþingi tilboð um að greiða fjörutíu til fimmtíu prósent af tæplega sex milljarða skuld þeirra feðga við bankann, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir feðgar vilja borga 500 milljónir af skuld sinni á þessu ári. Skuldin er upphaflega tilkomin vegna kaupa eignarhaldsfélags þeirra, Samsonar, á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum árið 2003.

Ætlar að hlaupa sjötíu kílómetra á dag

Gunnlaugur Júlíusson, sem þessa dagana hleypur frá Reykjavík til Akureyrar, hóf annan dag hlaupsins snemma í gær­morgun. Hélt Gunnlaugur af stað frá Borgar­nesi og var ætlunin að ná eins langt upp á Holtavörðuheiði og unnt væri. Gunnlaugur áætlar að hlaupa að jafnaði um sjötíu kílómetra á dag.

Segja þóknun til MP 25 milljónum of háa

Reykjavíkurborg samdi við MP banka um að borga fyrirtækinu 42,5 milljónir króna fyrir umsjón með fimm milljarða króna lántöku borgarinnar hjá lífeyrissjóðum þrátt fyrir að fyrir­tækið Virðing hafi boðist til að vinna verkið fyrir aðeins 17,5 milljónir. Þetta fullyrða fulltrúar minnihlutans í borgarráði.

Safnaðar skuldir sem vinna á upp

Tíu af tólf stofnunum sem standa illa, samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar, heyra undir menntamálaráðuneytið. Laga þarf vandann strax samkvæmt skýrslunni. Landbúnaðar­háskóli Íslands (LBHÍ) er í verstri stöðu og er gert ráð fyrir 265 milljóna króna uppsöfnuðum halla í árslok, eða um 47,7 prósent af fjárheimild.

Þvert yfir landið á fjórhjóli

Jón Gunnar Benjamínsson ætlar að ferðast þvert yfir landið á fjórhjóli á næstunni. Jón Gunnar er lamaður fyrir neðan mitti og vill vekja athygli á því að fatlað fólk í hjólastólum hefur sama áhuga á ferðalögum og útivist og aðrir. Þá vill hann kanna aðgengi fatlaðra á ferðamannastöðum á hálendinu. Einnig verður áheitum safnað í tengslum við leiðangurinn til þess að safna fé til að bæta aðgengi fatlaðra í Landmannalaugum.

Ríkið styrkir endurgreiðslur

Forsætisráðuneytið hefur fallist á að leggja til 90 prósent af þeirri upphæð sem þarf að greiða vegna skila á byggingarlóðum í Hveragerði í kjölfar stóra jarðskjálftans í fyrravor.

Starfsmenn SPRON eru utan kerfisins

Þeir rúmlega 100 starfsmenn SPRON á uppsagnarfresti sem ekki fengu greidd laun 1. júlí síðastliðinn eiga hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né greiðslu úr Ábyrgðarsjóði launa.

Lönduðu 174 tonnum af laxi

Veiði Met var slegið í laxveiði sumarið 2008 í íslenskum ám. Alls veiddust 84.124 laxar á stöng en af þeim var 17.178 sleppt aftur. Alls var þyngd landaðra laxa í stangveiði 174 tonn. Afli í stangveiðinni skiptist þannig að 60.980 voru smálaxar og 5.966 stórlaxar. Af þeim löxum sem sleppt var aftur voru 4.264 stórlaxar.

Slökkvilið kvíðir umferðarþunga að HR

Umferð um Bústaðaveg mun aukast töluvert þegar Háskólinn í Reykjavík tekur til starfa í Vatnsmýrinni. Um 2.500 nemendur og kennarar flytjast yfir í nýja húsnæðið um áramótin. Reynt verður að bjóða út Hlíðar­fótinn, veginn frá Hringbraut að Hótel Loftleiðum, sem fyrst til að vinna bug á vandamálinu.

Gjaldeyrisbrask gert refsivert

Ólögleg viðskipti með gjaldeyri verða refsiverð innan skamms, samkvæmt frumvarpi sem viðskiptanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar. Þegar gjaldeyrislögum var breytt eftir bankahrunið síðasta haust fórst fyrir að gera gjaldeyrisbrask refsivert, og er talið að nokkuð hafi verið um að óprúttnir aðilar hafi nýtt sér það.

Slapp með minniháttar meiðsli

Kona á þrítugsaldri sem ók Toyota Yaris fram á flutningabíl í Hvalfjarðargöngum slapp með skrámur. Klippa þurfti konuna út úr bílnum en mikið mildi þykir að ekki fór verr að sögn vakthafandi læknis á slysadeild.

Vikuleiga fyrir hálfa milljón

Þótt Ísland sé víða kynnt sem ódýrt ferðamannaland í efnahagskreppunni kostar það sitt. Til dæmis duga ráðstöfunartekjur venjulegra heimila í heilan mánuð varla til að leigja eins og einn skóda í viku til að fara hringinn. Vilji menn spreða, má leigja sér vikuafnot af Land Rover fyrir röska hálfa milljón.

FME skoðar birtingu DV á lánabók Kaupþings

Fjármálaeftirlitið hefur birtingu DV á upplýsingum úr lánabók Kaupþings til skoðunar. Þetta staðfestir Gunnar Andersen, forstjóri stofnunarinnar, sem sagðist að öðru leyti ekki vilja tjá sig um einstök mál.

Tíu líkamsárásir á Akranesi um helgina

Tíu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á Akranesi um helgina, þegar Írskir dagar fóru þar fram. Tvær af árásunum teljast alvarlegar. Í öðru tilfellinu gengu þrír menn í skrokk á einum og köstuðu honum svo niður stiga. Í hinu tilfellinu var maður barinn í höfuðið með flösku. Í báðum tilfellum er vitað hverjir voru að verki og eru málin í rannsókn.

Heppilegt að borgin kaupi Egilshöll

„Við teljum jafnvel að það borgi sig að kaupa Egilshöll heldur en að leigja hana,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn. Hann fullyrðir að langbest sé fyrir borgina að hún eigi húsnæði og reki fasteignafélag um reksturinn í stað þess að leigja það af einkaaðilum.

Enn sofandi í öndunarvél

Maðurinn sem komst lífs af í flugslysi nálægt Vopnafirði 2. júlí er enn haldið sofandi í öndunarvél. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu er ástand mannsins stöðugt.

Hollensk stjórnvöld munu styðja málsókn innistæðueigenda

„Það verður dómsmál út af neyðarlögunum og hollensk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau muni bakka upp slík málaferli af hálfu þarlendra innistæðueigenda," segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að þetta hafi komið fram á fundi fjárlaganefndar í morgun

„Þetta er vonandi sjokk fyrir þjóðina“

Starfskona hjá Stígamótum vonar að ný rannsókn sem sýnir að tæplega fjórðungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegu, líkamlegu eða andlegu ofbeldi af hálfu sambýlismanns veki þjóðina til umhugsunar.

Hvalfjarðargöngum lokað eftir slys

Hvalfjarðargöngunum hefur verið lokað vegna slyss við norðanmunna gangnanna. Ekkert er vitað um tildrög slyssins að svo stöddu. Að sögn lögreglunnar á Akranesi er einn slasaður, þó ekki sé vitað meira um ástand viðkomandi. Sjúkrabílar hafa verið sendir af stað frá Akranesi, að því er upplýsingar frá Speli, rekstraraðila gangnanna, herma.

Fjárlaganefnd fundar með Indefence á morgun

Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að funda á morgun með Indefence hópnum og fleiri aðilum sem hafa verið gagnrýnir á Icesave samninginn. „Við ætlum að leggja okkur eftir því að fá inn ólík sjónarmið í umræðuna og fá þau inn strax," segir Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, í samtali við fréttastofu.

Sjá næstu 50 fréttir