Innlent

Síldarsýking enn á ferð

Aftur finnst nú töluvert af sýktri síld í íslensku sumargotssíldinni, en sýkingarinnar varð fyrst vart í fyrrasumar og voru vonir bundnar við að hún gengi yfir í vetur. Sú er hins vegar ekki raunin samkvæmt upplýsingum úr síldarleiðangri hafrannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar sem nú er að kanna ástand síldarinnar suður af landinu. Ekki liggur enn fyrir hversu sýkingarhlutfallið í stofninum er hátt, en talið er að það hafi verið allt að 30 prósentum í fyrra og hafi sýkin höggvið djúpt skarð í stofninn þar sem síldin drepst af sýkingunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×