Innlent

Þolendur beri ekki einir byrðina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sviðsett mynd/ Teitur Jónasson
Sviðsett mynd/ Teitur Jónasson
„Okkur hjá Aflinu samtökum gegn kynferðis og heimilisofbeldi er kunnugt um þennan mikla fjölda kvenna sem búa við þessar hörmulegu aðstæður og staðfestir þessi rannsókn reynslu okkar," segir í tilkynningu sem Aflið samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi sendu frá sér vegna nýrrar rannsóknar sem bendir til að tæpur fjórðungur íslenskra kvenna hefur orðið fyrir andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á heimili sínu.

„Von okkar er sú að niðurstaða rannsóknarinnar veki almenning til umhugsunar. Nausynlegt er að tryggja á erfiðum tímum að niðurskurður lendi ekki þeim félögum og samtökum sem starfa á þessum vettvangi, heldur þarf að efla stuðninginn og leggja aukna áherslu á forvarnir og fræðslu. Látum ekki þolendurna eina bera byrðina," segir ennfremur í ályktuninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×