Innlent

Kynna tónlistarmyndir fyrir erlendum sjónvarpsstöðvum

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Tónlistarmyndir er meðal þess sem ber fyrir augu bíógesta á RIFF.
Tónlistarmyndir er meðal þess sem ber fyrir augu bíógesta á RIFF.
Tónlistarmyndamarkaður er meðal þess sem verður á dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar, Reykjavík International Film Festival, í september. Á markaðnum, sem ber heitið Sound on Sight, kynna norrænir framleiðendur tónlistartengdar kvikmyndir fyrir kaupendum og dreifingaraðilum á því sviði.

Í fyrra komu fulltrúar frá meðal annars BBC, VH1 og Channel 4 á Sound on Sight markaðinn sem var haldinn í Bláa lóninu.

Fyrir utan Sound on Sight markaðinn verður sérstakur sýningarflokkur kvikmynda á hátíðinni tileinkaður tónlistartengdum kvikmyndum. Myndirnar verða einkum frá Norðurlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×