Fleiri fréttir Hústökur skoðaðar í dómsmálaráðuneyti Í dómsmálaráðuneytinu er verið að kanna hvernig lög um hústökur eru í nágrannalöndunum, segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. Enn hefur lítið sem ekkert fundist sem gefur tilefni til að endurskoða íslensk lög, en nokkuð hefur borið á hústökum síðan í bankahruninu. 4.7.2009 05:00 Neita að greiða 94 milljónir „Við erum mjög, mjög, mjög ósátt við þetta,“ segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness, um innheimtubréf frá Landsbankanum vegna gjaldeyrisláns sem sveitarfélagið tók hjá bankanum. 4.7.2009 04:30 Hafa heimild til útborgunar „Það er skilningur minn að slitastjórnin hafi fulla heimild til að greiða út laun," segir Gylfi Magnússon. Um 100 starfsmenn SPRON fengu ekki greidd laun 1. júlí. Taldi slitastjórn að ekki væri hægt að greiða út laun þar sem fyrirtækið hefði aldrei farið í greiðslustöðvun. 4.7.2009 04:00 Skipa saksóknara í stað Valtýs Skipaður verður sérstakur ríkissaksóknari sem taka mun við öllum störfum ríkissaksóknara sem tengjast á einhvern hátt bankahruninu, verði frumvarp dómsmálaráðherra sem rætt var á Alþingi í gær að lögum. 4.7.2009 03:45 Fær 29 milljónir í skaðabætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Mylluna ehf. til að greiða fyrrverandi starfsmanni tæpar 29 milljónir króna vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir árið 2005. 4.7.2009 03:00 Skuttogari vísaði á ný eldfjöll Leirkeilur eða eðjueldfjöll hafa líklega fundist í fyrsta skipti hér við land í nýafstöðnum kortlagningarleiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar. Fundur þessa náttúrufyrirbæris byggir á athyglisgáfu skipstjórans á frystitogaranum Þerney RE-101. 4.7.2009 02:30 Beltin hefðu bjargað lífi 36 Á tíu ára tímabili, frá 1999 til 2008, hefði mátt forða 36 banaslysum í umferðinni hefðu þeir sem létust notað öryggisbelti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umferðarstofu. 4.7.2009 02:15 Bruni í Lundúnum: Sex látnir Þrjú börn og þrír fullorðnir eru látnir eftir að eldur kom upp í tólf hæða fjölbýlishúsi í Camberwell í suður-Lundúnum. Meðal hinna látnu eru þriggja vikna gamalt barn, sjö ára gamalt barn og ein kona. 3.7.2009 22:37 BSRB búið að semja við ríkið Undirritað hefur verið samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðildarfélaga BSRB við ríkið. Gildistími er til 30. nóvember 2010. Í samkomulaginu felast leiðréttingar á lægstu launum eins og gert var ráð fyrir í stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar frá 25. júní. Persónu- og orlofsuppbót hækka. Þá er í samningnum sérstakt ákvæði um Starfsendurhæfingarsjóð.Í bókunum er m.a. að finna nýtt ákvæði um aðkomu aðildarfélaga BSRB að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. 3.7.2009 21:13 Starfsgreinasambandið undirritaði í dag Seinni partinn skrifaði Starfsgreinasambandið undir samning um framlengingu og breytingar á kjarasamningi við ríkissjóð. 3.7.2009 20:06 Reyna aftur eftir helgi Fulltrúar Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Eflingar hafa gert hlé á samningaviðræðum fram yfir helgi. 3.7.2009 21:09 Lést í flugslysinu í Vopnafirði Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í flugslysinu í Vopnafirði í gær þegar lítil einshreyfilsvél rakst á rafmagnsstreng og brotlenti. Félagi Hafþórs liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi en þeir voru báðir reyndir atvinnuflugmenn. 3.7.2009 18:35 Iðgjöld á bíla hækkað óeðlilega Iðgjöld á bíla hafa hækkað óeðlilega undanfarin ár og bótastjóðir tryggingafélaganna hafa verið misnotaðir í gegnum árin segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Rökin fyrir hækkun gjaldanna á sínum tíma hafi aldrei staðist. 3.7.2009 18:30 Kóngulær og slöngur fundust í húsleit lögreglu Það var heldur óvenjuleg sjón sem blasti við lögreglumönnum þegar þeir komu í íbúð í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Innandyra voru fimm snákar, fjórar köngulær, kakkalakki og ýmis önnur skordýr sem við kunnum ekki að nefna. 3.7.2009 18:02 Hannes tapaði áfrýjuninni Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur frá 23. júní vegna húsleitar að heimili Hannesar Smárasonar. 3.7.2009 16:50 Græn orka gæti bjargað Íslandi „Menn eru farnir að borga aukalega fyrir grænt rafmagn. Það er skortur á grænni orku austan og vestanhafs þannig að það er mikill möguleiki fyrir okkur Íslendinga að nýta auðlindir okkar til útflutnings,“ segir Friðrik Hansen Guðmundsson, verkfræðingur, í viðtali við Vísi en hann telur að ríkið geti haft umtalsverðar tekjur af sölu á rafmagni í samstarfi við einkaaðila í gegnum sæstreng. 3.7.2009 16:41 Vinnuskólinn fékk umhverfismerkið Grænfánann Vinnuskóli Reykjavíkur hlaut í dag umhverfismerkið Grænfánann sem er alþjóðlegt verkefni sem ætlað er að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Grænfáninn var dreginn að húni á Miklatúni fyrr í dag og af því tilefni sagði Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, að ekki þurfi að kvíða framtíðinni fyrst hinir ungu starfsmenn vinnuskólans ætli að starfa í anda sjálfbærrar þróunar og gæta þess að öll skref verði græn. 3.7.2009 16:34 Polo á ofsahraða Í gær var ökumaður mældur á ferð sinni á Mýrdalssandi, á lítillri VW Polo bifreið, á 162 km hraða. Hann var sviptur ökuleyfi til 2ja mánaða og hlaut háa fjársekt. 3.7.2009 15:35 Icesave-frumvarpinu vísað til fjárlaganefndar Stjórnarliðar og þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa tekist á um frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins á Alþingi í dag. Að lokinni umræðu var frumvarpinu vísað til meðferðar í fjárlaganefnd en nefndin kemur saman síðar í dag til að ræða frumvarpið. 3.7.2009 15:32 Óviðunandi að hægagangur tefji nauðsynlegar framkvæmdir Bæjarráð Akraness beinir þeirri eindregnu áskorun til ríkisstjórnar Íslands, samgönguráðherra og þingmanna Norð- vesturkjördæmis að fylgja eftir án tafar tillögum og hugmyndum um tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Ráðið telur óviðunandi að hægagangur á undirbúningi tefji nauðsynlegar framkvæmdir. 3.7.2009 15:17 Allt kapp lagt á að uppræta svik á vinnumarkaði Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafa ákveðið að auka verulega samstarf Ríkisskattstjóra og Vinnumálastofnunar til þess að sporna gegn svikum á atvinnuleysisbótum og svokallaðri svartri vinnu sem ætla má að fram fari í einhverjum mæli sem stendur, að fram kemur í tilkynningu. Þar segir að allt kapp verði lagt á uppræta slíka starfsemi. 3.7.2009 14:47 Tók hlé frá Icesave til að spila í Austurstræti „Ég gekk bara beint úr ræðustól og út í Austurstræti," segir þingmaðurinn Árni Johnsen, en það brá eflaust mörgum gestum miðbæjarins í brún þegar þeir sáu Árna munda gítarinn fyrir framan verslun 10-11 í gærkvöld. 3.7.2009 14:46 Ánægður með niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins Hermann Jónasson, forstjóri Tals, er afar ánægður með þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að sekta fjarskiptafyrirtækið Teymi, eiganda Vodafone, um 70 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sem áttu sér stað á árinu 2008. Fyrirtækinu er jafnframt gert að selja eignarhlut sinn Tali. 3.7.2009 14:24 Pétur Blöndal: Las Jóhanna samninginn? Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði stjórnarþingmenn hvort þeir hefðu yfir höfuð lesið Icesave samninginn áður en þeir gáfu ríkisstjórninni heimild til að undirrita hann. Þá efaðist hann um að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefði lesið hann. 3.7.2009 14:20 Parísarklúbburinn skárri en AGS? „Ég veit ekki betur en að skilmálar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart okkur séu mjög áþekkir því ef við hefðum farið í Parísarklúbbinn, nema hvað, við þurfum að greiða allt upp í topp," sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, í umræðum um ríkisábyrgð á Icesave samningunum. 3.7.2009 13:56 Eygló: Steingrímur skýlir sig á bak við samkeppnislög Þingmaður Framsóknarflokksins telur að fjármálaráðherra skýli sér á bak við samkeppnislög þegar hann neiti að upplýsa um verðmat á verðtryggðum og gengistryggðum lánum nýju bankanna. „Fjármálaráðherra virðist telja að þetta séu upplýsingar sem komi almenning ekki við.“ 3.7.2009 13:41 Friðrik Sophusson hættir sem forstjóri Landsvirkjunar Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur ákveðið að láta af störfum í haust. Hann hefur gegnt starfinu í rúm 10 ár. Friðrik var endurrráðinn síðastliðið haust, en þá hafði hann ákveðið að segja starfi sínu lausu. 3.7.2009 13:08 Fólk hvatt til að leggja tímanlega af stað Búast má við mikilli umferð um landið í dag þegar ein mesta ferðahelgi sumarsins gengur í garð. Umferðarstofa hvetur fólk til að leggja fyrr af stað hafi það kost á því. 3.7.2009 13:00 Fékk 29 milljónir fyrir höfuðhögg Myllan ehf. var í dag dæmd til að greiða fyrrum starfsmanni sínum tæpar 29 milljónir með vöxtum vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir í október 2005. Fyrirtækið var á slysdeginum að vinna við lagningu háspennuvírs við Reyðarfjörð þegar planki sem stóð út úr einu vírkeflinu slóst harkalega í höfuð mannsins með þeim afleiðingum að hann rotaðist. Þriðjung tjónsins bar maðurinn sjálfur, því hann bar ekki öryggishjálm við verkið. 3.7.2009 12:54 Þungt haldinn í öndunarvél Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu í Vopnafirði í gær er þungt haldinn á gjörgæslu. Vakthafandi læknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi segir að manninum sé haldið sofandi í öndunarvél. Einn maður lést í slysinu en Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar nú málið. 3.7.2009 12:20 Skúli Helga: Skýr vilji til að draga úr launakostnaði „Menn hafa í sjálfu sér ekki sest niður og brugðist við þessum tíðindum," segir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar. Í vikunni kom fram að meira en 400 ríkisstarfsmenn eru með hærri laun en forsætisráðherra, það er 935.000 krónur á mánuði. Þar af eru 340 heilbrigðisstarfsmenn. 3.7.2009 11:51 Orkan ódýrust Vísir kannaði algengasta bensínverð í sjálfsafgreiðslu hjá öllum helstu olíufélögum landsins, enda ein stærsta ferðahelgi landsins framundan og margir sem þurfa að fylla á tankinn. 3.7.2009 10:43 Þrjár þingnefndir fjalla um Icesave Formaður fjárlaganefndar vonar að fyrstu umræðu um frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins ljúki síðar í dag og að nefndin fái frumvarpið í kjölfarið til umfjöllunar. Hann segir að fjárlaganefnd muni hafa yfirumsjón með vinnunni en ákveðnir hlutar frumvarpsins fari inn í utanríkismálanefnd og efnahags- og skattanefnd. 3.7.2009 10:38 Dorrit stefnt fyrir dómstól í London af nágranna sínum Forsetafrúnni Dorrit Moussaieff var stefnt fyrir dómstól í London af næsta nágranna sínum í borginni innanhúshönnuðinum Tiggy Butler. 3.7.2009 10:26 Þingmenn ræða Icesave áfram Þingmenn ræddu frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins langt fram á kvöld í gær og var þingfundi slitið klukkan rúmlega hálf ellefu. Fjárlaganefnd fær frumvarpið væntanlega til umfjöllunar síðar í dag að loknum umræðum í þingsal. 3.7.2009 09:51 Eldur í plastverksmiðju í Ölfusi Eldur kom upp í plastverksmiðju í Ölfusi í gærkvöldi. Slökkvilið og lögregla voru kölluð á staðinn en starfsmenn verksmiðjunnar voru að mestu leyti búnir að slökkva eldinn þegar komið var á vettvang. 3.7.2009 07:09 Brotist inn í Grensáskirkju Þrjú innbrot áttu sér stað í Reykjavík í nótt. Farið var inn í kjallara Grensáskirkju, en að sögn lögreglu er ekki vitað hvort einhverju hafi verið stolið. 3.7.2009 07:05 Maður látinn eftir að vél var flogið á línu við Selá Einn maður er látinn og annar lífshættulega slasaður eftir að fjögurra sæta Cessna-vél flaug á raflínur rétt við veiðihúsið Hvammsgerði við Selá í Vopnafirði. 3.7.2009 06:00 Tvöföldun Vesturlandsvegar brýnni en Vaðlaheiði „Það er mjög bagalegt fyrir umferðaröryggi ef fresta á aðgerðum á Suður- og Vesturlandsvegi," segir Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa (RNU). 3.7.2009 04:45 Veiðidögum fækkað í fimm Veiðitímabil lunda í Vestmannaeyjum verður aðeins fimm dagar í sumar og hefur verið stytt úr 55 dögum. Ákvörðunin er tekin í ljósi válegrar stöðu lundastofnsins. Þetta er samkomulag á milli Vestmannaeyjabæjar, Náttúrustofu Suðurlands og Félags bjargveiðimanna í Eyjum vegna nytja og rannsókna á lunda fyrir veiðitímabilið 2009. 3.7.2009 04:15 Mikil reiði meðal starfsmanna Rúmlega 100 starfsmenn SPRON, sem eru á uppsagnarfresti, fengu ekki laun sín greidd 1. júlí. Gera átti upp laun og orlof starfsmanna á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Mikil reiði er meðal starfsmanna, segir Ólafur Már Svavarsson, fyrrverandi formaður starfsmannafélags SPRON. 3.7.2009 04:15 Unglingar fegra umhverfið Borgarráð hefur samþykkt tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra um að úthluta fimmtán milljónum króna úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar til skógræktarverkefna á vegum Skógræktarfélags Íslands. Styrkveitingin miðar að því að veita ungu atvinnulausu fólki vinnu við umhverfisvænt verkefni sem stuðlar að fegrun útivistarsvæða borgarinnar. 3.7.2009 03:45 Hlaut fyrir þróun umgjarða Gunnar Gunnarsson, sjóntækjafræðingur og hönnuður hjá Reykjavík Eyes, hlaut evrópsku Red Dot Design-verðlaunin í Essen í Þýskalandi á mánudag. Verðlaunin hlaut hann fyrir hönnun og þróun gleraugnaumgjarða. 3.7.2009 03:15 Foreldrar hlynntir styttingu skólaársins Ný skoðanakönnun Heimilis og skóla bendir til að meirihluti foreldra grunnskólabarna sé hlynntur því að skólaárið verði stytt sem bráðabirgðalausn á fjárhagsvanda sveitarfélaganna. 3.7.2009 03:00 Umræða um nefndir sé röng Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur segir misskilnings gæta varðandi umræður um samninganefndir Breta og Hollendinga í Icesave-málum. Í þeim hafi setið embættismenn úr fjármálaráðuneytum landanna. 3.7.2009 02:30 Sjá næstu 50 fréttir
Hústökur skoðaðar í dómsmálaráðuneyti Í dómsmálaráðuneytinu er verið að kanna hvernig lög um hústökur eru í nágrannalöndunum, segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. Enn hefur lítið sem ekkert fundist sem gefur tilefni til að endurskoða íslensk lög, en nokkuð hefur borið á hústökum síðan í bankahruninu. 4.7.2009 05:00
Neita að greiða 94 milljónir „Við erum mjög, mjög, mjög ósátt við þetta,“ segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness, um innheimtubréf frá Landsbankanum vegna gjaldeyrisláns sem sveitarfélagið tók hjá bankanum. 4.7.2009 04:30
Hafa heimild til útborgunar „Það er skilningur minn að slitastjórnin hafi fulla heimild til að greiða út laun," segir Gylfi Magnússon. Um 100 starfsmenn SPRON fengu ekki greidd laun 1. júlí. Taldi slitastjórn að ekki væri hægt að greiða út laun þar sem fyrirtækið hefði aldrei farið í greiðslustöðvun. 4.7.2009 04:00
Skipa saksóknara í stað Valtýs Skipaður verður sérstakur ríkissaksóknari sem taka mun við öllum störfum ríkissaksóknara sem tengjast á einhvern hátt bankahruninu, verði frumvarp dómsmálaráðherra sem rætt var á Alþingi í gær að lögum. 4.7.2009 03:45
Fær 29 milljónir í skaðabætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Mylluna ehf. til að greiða fyrrverandi starfsmanni tæpar 29 milljónir króna vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir árið 2005. 4.7.2009 03:00
Skuttogari vísaði á ný eldfjöll Leirkeilur eða eðjueldfjöll hafa líklega fundist í fyrsta skipti hér við land í nýafstöðnum kortlagningarleiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar. Fundur þessa náttúrufyrirbæris byggir á athyglisgáfu skipstjórans á frystitogaranum Þerney RE-101. 4.7.2009 02:30
Beltin hefðu bjargað lífi 36 Á tíu ára tímabili, frá 1999 til 2008, hefði mátt forða 36 banaslysum í umferðinni hefðu þeir sem létust notað öryggisbelti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umferðarstofu. 4.7.2009 02:15
Bruni í Lundúnum: Sex látnir Þrjú börn og þrír fullorðnir eru látnir eftir að eldur kom upp í tólf hæða fjölbýlishúsi í Camberwell í suður-Lundúnum. Meðal hinna látnu eru þriggja vikna gamalt barn, sjö ára gamalt barn og ein kona. 3.7.2009 22:37
BSRB búið að semja við ríkið Undirritað hefur verið samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðildarfélaga BSRB við ríkið. Gildistími er til 30. nóvember 2010. Í samkomulaginu felast leiðréttingar á lægstu launum eins og gert var ráð fyrir í stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar frá 25. júní. Persónu- og orlofsuppbót hækka. Þá er í samningnum sérstakt ákvæði um Starfsendurhæfingarsjóð.Í bókunum er m.a. að finna nýtt ákvæði um aðkomu aðildarfélaga BSRB að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. 3.7.2009 21:13
Starfsgreinasambandið undirritaði í dag Seinni partinn skrifaði Starfsgreinasambandið undir samning um framlengingu og breytingar á kjarasamningi við ríkissjóð. 3.7.2009 20:06
Reyna aftur eftir helgi Fulltrúar Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Eflingar hafa gert hlé á samningaviðræðum fram yfir helgi. 3.7.2009 21:09
Lést í flugslysinu í Vopnafirði Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í flugslysinu í Vopnafirði í gær þegar lítil einshreyfilsvél rakst á rafmagnsstreng og brotlenti. Félagi Hafþórs liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi en þeir voru báðir reyndir atvinnuflugmenn. 3.7.2009 18:35
Iðgjöld á bíla hækkað óeðlilega Iðgjöld á bíla hafa hækkað óeðlilega undanfarin ár og bótastjóðir tryggingafélaganna hafa verið misnotaðir í gegnum árin segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Rökin fyrir hækkun gjaldanna á sínum tíma hafi aldrei staðist. 3.7.2009 18:30
Kóngulær og slöngur fundust í húsleit lögreglu Það var heldur óvenjuleg sjón sem blasti við lögreglumönnum þegar þeir komu í íbúð í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Innandyra voru fimm snákar, fjórar köngulær, kakkalakki og ýmis önnur skordýr sem við kunnum ekki að nefna. 3.7.2009 18:02
Hannes tapaði áfrýjuninni Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur frá 23. júní vegna húsleitar að heimili Hannesar Smárasonar. 3.7.2009 16:50
Græn orka gæti bjargað Íslandi „Menn eru farnir að borga aukalega fyrir grænt rafmagn. Það er skortur á grænni orku austan og vestanhafs þannig að það er mikill möguleiki fyrir okkur Íslendinga að nýta auðlindir okkar til útflutnings,“ segir Friðrik Hansen Guðmundsson, verkfræðingur, í viðtali við Vísi en hann telur að ríkið geti haft umtalsverðar tekjur af sölu á rafmagni í samstarfi við einkaaðila í gegnum sæstreng. 3.7.2009 16:41
Vinnuskólinn fékk umhverfismerkið Grænfánann Vinnuskóli Reykjavíkur hlaut í dag umhverfismerkið Grænfánann sem er alþjóðlegt verkefni sem ætlað er að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Grænfáninn var dreginn að húni á Miklatúni fyrr í dag og af því tilefni sagði Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, að ekki þurfi að kvíða framtíðinni fyrst hinir ungu starfsmenn vinnuskólans ætli að starfa í anda sjálfbærrar þróunar og gæta þess að öll skref verði græn. 3.7.2009 16:34
Polo á ofsahraða Í gær var ökumaður mældur á ferð sinni á Mýrdalssandi, á lítillri VW Polo bifreið, á 162 km hraða. Hann var sviptur ökuleyfi til 2ja mánaða og hlaut háa fjársekt. 3.7.2009 15:35
Icesave-frumvarpinu vísað til fjárlaganefndar Stjórnarliðar og þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa tekist á um frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins á Alþingi í dag. Að lokinni umræðu var frumvarpinu vísað til meðferðar í fjárlaganefnd en nefndin kemur saman síðar í dag til að ræða frumvarpið. 3.7.2009 15:32
Óviðunandi að hægagangur tefji nauðsynlegar framkvæmdir Bæjarráð Akraness beinir þeirri eindregnu áskorun til ríkisstjórnar Íslands, samgönguráðherra og þingmanna Norð- vesturkjördæmis að fylgja eftir án tafar tillögum og hugmyndum um tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Ráðið telur óviðunandi að hægagangur á undirbúningi tefji nauðsynlegar framkvæmdir. 3.7.2009 15:17
Allt kapp lagt á að uppræta svik á vinnumarkaði Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafa ákveðið að auka verulega samstarf Ríkisskattstjóra og Vinnumálastofnunar til þess að sporna gegn svikum á atvinnuleysisbótum og svokallaðri svartri vinnu sem ætla má að fram fari í einhverjum mæli sem stendur, að fram kemur í tilkynningu. Þar segir að allt kapp verði lagt á uppræta slíka starfsemi. 3.7.2009 14:47
Tók hlé frá Icesave til að spila í Austurstræti „Ég gekk bara beint úr ræðustól og út í Austurstræti," segir þingmaðurinn Árni Johnsen, en það brá eflaust mörgum gestum miðbæjarins í brún þegar þeir sáu Árna munda gítarinn fyrir framan verslun 10-11 í gærkvöld. 3.7.2009 14:46
Ánægður með niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins Hermann Jónasson, forstjóri Tals, er afar ánægður með þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að sekta fjarskiptafyrirtækið Teymi, eiganda Vodafone, um 70 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sem áttu sér stað á árinu 2008. Fyrirtækinu er jafnframt gert að selja eignarhlut sinn Tali. 3.7.2009 14:24
Pétur Blöndal: Las Jóhanna samninginn? Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði stjórnarþingmenn hvort þeir hefðu yfir höfuð lesið Icesave samninginn áður en þeir gáfu ríkisstjórninni heimild til að undirrita hann. Þá efaðist hann um að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefði lesið hann. 3.7.2009 14:20
Parísarklúbburinn skárri en AGS? „Ég veit ekki betur en að skilmálar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart okkur séu mjög áþekkir því ef við hefðum farið í Parísarklúbbinn, nema hvað, við þurfum að greiða allt upp í topp," sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, í umræðum um ríkisábyrgð á Icesave samningunum. 3.7.2009 13:56
Eygló: Steingrímur skýlir sig á bak við samkeppnislög Þingmaður Framsóknarflokksins telur að fjármálaráðherra skýli sér á bak við samkeppnislög þegar hann neiti að upplýsa um verðmat á verðtryggðum og gengistryggðum lánum nýju bankanna. „Fjármálaráðherra virðist telja að þetta séu upplýsingar sem komi almenning ekki við.“ 3.7.2009 13:41
Friðrik Sophusson hættir sem forstjóri Landsvirkjunar Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur ákveðið að láta af störfum í haust. Hann hefur gegnt starfinu í rúm 10 ár. Friðrik var endurrráðinn síðastliðið haust, en þá hafði hann ákveðið að segja starfi sínu lausu. 3.7.2009 13:08
Fólk hvatt til að leggja tímanlega af stað Búast má við mikilli umferð um landið í dag þegar ein mesta ferðahelgi sumarsins gengur í garð. Umferðarstofa hvetur fólk til að leggja fyrr af stað hafi það kost á því. 3.7.2009 13:00
Fékk 29 milljónir fyrir höfuðhögg Myllan ehf. var í dag dæmd til að greiða fyrrum starfsmanni sínum tæpar 29 milljónir með vöxtum vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir í október 2005. Fyrirtækið var á slysdeginum að vinna við lagningu háspennuvírs við Reyðarfjörð þegar planki sem stóð út úr einu vírkeflinu slóst harkalega í höfuð mannsins með þeim afleiðingum að hann rotaðist. Þriðjung tjónsins bar maðurinn sjálfur, því hann bar ekki öryggishjálm við verkið. 3.7.2009 12:54
Þungt haldinn í öndunarvél Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu í Vopnafirði í gær er þungt haldinn á gjörgæslu. Vakthafandi læknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi segir að manninum sé haldið sofandi í öndunarvél. Einn maður lést í slysinu en Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar nú málið. 3.7.2009 12:20
Skúli Helga: Skýr vilji til að draga úr launakostnaði „Menn hafa í sjálfu sér ekki sest niður og brugðist við þessum tíðindum," segir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar. Í vikunni kom fram að meira en 400 ríkisstarfsmenn eru með hærri laun en forsætisráðherra, það er 935.000 krónur á mánuði. Þar af eru 340 heilbrigðisstarfsmenn. 3.7.2009 11:51
Orkan ódýrust Vísir kannaði algengasta bensínverð í sjálfsafgreiðslu hjá öllum helstu olíufélögum landsins, enda ein stærsta ferðahelgi landsins framundan og margir sem þurfa að fylla á tankinn. 3.7.2009 10:43
Þrjár þingnefndir fjalla um Icesave Formaður fjárlaganefndar vonar að fyrstu umræðu um frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins ljúki síðar í dag og að nefndin fái frumvarpið í kjölfarið til umfjöllunar. Hann segir að fjárlaganefnd muni hafa yfirumsjón með vinnunni en ákveðnir hlutar frumvarpsins fari inn í utanríkismálanefnd og efnahags- og skattanefnd. 3.7.2009 10:38
Dorrit stefnt fyrir dómstól í London af nágranna sínum Forsetafrúnni Dorrit Moussaieff var stefnt fyrir dómstól í London af næsta nágranna sínum í borginni innanhúshönnuðinum Tiggy Butler. 3.7.2009 10:26
Þingmenn ræða Icesave áfram Þingmenn ræddu frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins langt fram á kvöld í gær og var þingfundi slitið klukkan rúmlega hálf ellefu. Fjárlaganefnd fær frumvarpið væntanlega til umfjöllunar síðar í dag að loknum umræðum í þingsal. 3.7.2009 09:51
Eldur í plastverksmiðju í Ölfusi Eldur kom upp í plastverksmiðju í Ölfusi í gærkvöldi. Slökkvilið og lögregla voru kölluð á staðinn en starfsmenn verksmiðjunnar voru að mestu leyti búnir að slökkva eldinn þegar komið var á vettvang. 3.7.2009 07:09
Brotist inn í Grensáskirkju Þrjú innbrot áttu sér stað í Reykjavík í nótt. Farið var inn í kjallara Grensáskirkju, en að sögn lögreglu er ekki vitað hvort einhverju hafi verið stolið. 3.7.2009 07:05
Maður látinn eftir að vél var flogið á línu við Selá Einn maður er látinn og annar lífshættulega slasaður eftir að fjögurra sæta Cessna-vél flaug á raflínur rétt við veiðihúsið Hvammsgerði við Selá í Vopnafirði. 3.7.2009 06:00
Tvöföldun Vesturlandsvegar brýnni en Vaðlaheiði „Það er mjög bagalegt fyrir umferðaröryggi ef fresta á aðgerðum á Suður- og Vesturlandsvegi," segir Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa (RNU). 3.7.2009 04:45
Veiðidögum fækkað í fimm Veiðitímabil lunda í Vestmannaeyjum verður aðeins fimm dagar í sumar og hefur verið stytt úr 55 dögum. Ákvörðunin er tekin í ljósi válegrar stöðu lundastofnsins. Þetta er samkomulag á milli Vestmannaeyjabæjar, Náttúrustofu Suðurlands og Félags bjargveiðimanna í Eyjum vegna nytja og rannsókna á lunda fyrir veiðitímabilið 2009. 3.7.2009 04:15
Mikil reiði meðal starfsmanna Rúmlega 100 starfsmenn SPRON, sem eru á uppsagnarfresti, fengu ekki laun sín greidd 1. júlí. Gera átti upp laun og orlof starfsmanna á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Mikil reiði er meðal starfsmanna, segir Ólafur Már Svavarsson, fyrrverandi formaður starfsmannafélags SPRON. 3.7.2009 04:15
Unglingar fegra umhverfið Borgarráð hefur samþykkt tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra um að úthluta fimmtán milljónum króna úr Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar til skógræktarverkefna á vegum Skógræktarfélags Íslands. Styrkveitingin miðar að því að veita ungu atvinnulausu fólki vinnu við umhverfisvænt verkefni sem stuðlar að fegrun útivistarsvæða borgarinnar. 3.7.2009 03:45
Hlaut fyrir þróun umgjarða Gunnar Gunnarsson, sjóntækjafræðingur og hönnuður hjá Reykjavík Eyes, hlaut evrópsku Red Dot Design-verðlaunin í Essen í Þýskalandi á mánudag. Verðlaunin hlaut hann fyrir hönnun og þróun gleraugnaumgjarða. 3.7.2009 03:15
Foreldrar hlynntir styttingu skólaársins Ný skoðanakönnun Heimilis og skóla bendir til að meirihluti foreldra grunnskólabarna sé hlynntur því að skólaárið verði stytt sem bráðabirgðalausn á fjárhagsvanda sveitarfélaganna. 3.7.2009 03:00
Umræða um nefndir sé röng Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur segir misskilnings gæta varðandi umræður um samninganefndir Breta og Hollendinga í Icesave-málum. Í þeim hafi setið embættismenn úr fjármálaráðuneytum landanna. 3.7.2009 02:30