Innlent

Starfsgreinasambandið undirritaði í dag

Frá undirritun samningsins.
Frá undirritun samningsins. Mynd/ Sigurjón
Seinni partinn skrifaði Starfsgreinasambandið undir samning um framlengingu og breytingar á kjarasamningi við ríkissjóð.

Gildistími samnings er 1. júlí 2009 - 30. nóvember 2010 með fyrirvara um endurskoðun fyrir 31. október 2009. Ný launatafla tekur gildi frá 1. júlí 2009.

Aðildarfélög SGS munu kynna félagsmönnum samninginn á næstu dögum og vikum. Kjörgögn í sameiginlegri póstakvæðagreiðslu félaga SGS verða send út á næstu dögum ásamt kynningarefni. Stefnt er að því að sameiginlegri atkvæðagreiðslu um samninginn verði lokið 14. ágúst 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×