Innlent

Hafa heimild til útborgunar

gylfi magnússon
gylfi magnússon

„Það er skilningur minn að slitastjórnin hafi fulla heimild til að greiða út laun," segir Gylfi Magnússon. Um 100 starfsmenn SPRON fengu ekki greidd laun 1. júlí. Taldi slitastjórn að ekki væri hægt að greiða út laun þar sem fyrirtækið hefði aldrei farið í greiðslustöðvun.

„Við sjáum ekki að það sé nein þörf á lagabreytingum en við höfum hins vegar ekkert boð­vald yfir slitastjórninni og getum ekki skipað henni að borga laun. Ef það er eitthvað annað sem við gætum gert myndum við hjálpa með það," segir Gylfi.

Að mati Gylfa er sérstaklega óheppilegt hversu seint tilkynning slitastjórnarinnar kom um að hún myndu ekki greiða launin. Sú tilkynningin kom daginn áður en greiða átti launin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×