Innlent

Beltin hefðu bjargað lífi 36

Alls létust 177 í umferðinni á árunum 1999 til 2008. Beltin hefðu að líkindum bjargað 36.Fréttablaðið/Vilhelm
Alls létust 177 í umferðinni á árunum 1999 til 2008. Beltin hefðu að líkindum bjargað 36.Fréttablaðið/Vilhelm

Á tíu ára tímabili, frá 1999 til 2008, hefði mátt forða 36 banaslysum í umferðinni hefðu þeir sem létust notað öryggisbelti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umferðarstofu.

Umferðarstofa og VÍS boða til herferðar vegna mikils fjölda alvarlegra slysa sem hefði mátt fyrirbyggja með notkun öryggisbelta. Í tilkynningu segir að enn sé töluverður hópur fólks sem taki þá áhættu að ferðast með bílum án þess að nota beltin. Í herferðinni verður bent á að það að lenda í árekstri á 55 kílómetra hraða án bílbeltis geti verið svipað og að falla niður af tíu hæða húsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×