Innlent

Vinnuskólinn fékk umhverfismerkið Grænfánann

Ásgerður Ósk Ásgeirsdóttir, Naomi Róbertsdóttir og Jón Ingi Hlynsson nemendur í 

Vinnuskóla Reykjavíkur við hafhendingu Grænfánans á Miklatúni. Myndin er tekin af vef Reykjavíkurborgar.
Ásgerður Ósk Ásgeirsdóttir, Naomi Róbertsdóttir og Jón Ingi Hlynsson nemendur í Vinnuskóla Reykjavíkur við hafhendingu Grænfánans á Miklatúni. Myndin er tekin af vef Reykjavíkurborgar.

Vinnuskóli Reykjavíkur hlaut í dag umhverfismerkið Grænfánann sem er alþjóðlegt verkefni sem ætlað er að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Grænfáninn var dreginn að húni á Miklatúni fyrr í dag og af því tilefni sagði Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, að ekki þurfi að kvíða framtíðinni fyrst hinir ungu starfsmenn vinnuskólans ætli að starfa í anda sjálfbærrar þróunar og gæta þess að öll skref verði græn.

Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að Vinnuskólinn hefur bryddað upp á nokkrum nýjungum í sumar vegna Grænfánans, til dæmis hafa vinnuhópar skólans flokkað allan úrgang sem kemur frá þeim. Þá voru ráðnir átta fræðsluleiðbeinendur sem sjá um fræðslu til allra hópa skólans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×