Innlent

Bruni í Lundúnum: Sex látnir

Slökkviliðsmenn vilja ganga úr skugga um að enginn sé eftir í húsinu. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Slökkviliðsmenn vilja ganga úr skugga um að enginn sé eftir í húsinu. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Mynd/ Gettyimages
Þrjú börn og þrír fullorðnir eru látnir eftir að eldur kom upp í tólf hæða fjölbýlishúsi í Camberwell í suður-Lundúnum. Meðal hinna látnu eru þriggja vikna gamalt barn, sjö ára gamalt barn og ein kona.

Fjöldi fólks er slasaður eftir brunann sem átti sér stað við Havil stræti í Lundúnum. Yfir 100 slökkviliðsmenn og átján slökkviliðsbílar börðust við eldinn sem talið er að hafi átt upptök sín á fjórðu hæð hússins en fljótlega náð að dreifast upp á þá elleftu.

Samkvæmt slökkviliðinu var þrjátíu manns bjargað út úr brennandi húsinu við gífurlega erfiðar aðstæður. Nú hefur tekist að ráða niðurlögum eldsins og er rannsóknarteymi mætt á staðinn.

David Bullbrock, talsmaður slökkviliðsins í Lundúnum sagði við fréttastofu Sky að eldurinn hafi náð að dreifa sér hratt og þurfi að rannsaka hvað olli því. „Við höfum náð tökum á eldinum en munum halda áfram að leita í húsinu til að ganga úr skugga um að enginn sé eftir inni."

Húsið er að vonum stórskemmt.


Tengdar fréttir

Tvö börn létust í stórbruna í Lundúnum

Tvö börn eru látin eftir að eldur kom upp í háhýsi í Camberwell sem staðsett er í suð-austur Lundúnum. Tíu manns eru særðir eftir eldinn sem kom upp í tólf hæða húsi við Havil stræti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×